Úrslitaleikur Vals og Akureyrar í kvöld - Hvernig verður mætt í Vodafone-höllina? Hjalti Þór Hreinsson skrifar 26. apríl 2010 14:15 Árni Þór Sigtryggsson sækir að marki Vals í fyrsta leik liðanna, Sigurður Eggertsson er til varnar vinstra megin. Fréttablaðið/Daníel Valur og Akureyri mætast í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni N-1 deildar karla í handbolta. Um hreinan úrslitaleik er að ræða um sæti í úrslitarimmunni við Hauka. Akureyri vann fyrsta leikinn 24-27 í Vodafone-höllinni en Valur svaraði fyrir sig fyrir norðan með 25-31 sigri. Spennan fyrir leikinn í kvöld er mikil en athyglisvert verður að sjá mætinguna í höllina. Vandræðalega fáir áhorfendur létu sjá sig á sumardaginn fyrsta í fyrsta leik liðanna. Þegar lið Vals var kynnt voru ljósins slökkt og kastarar lýstu upp hvern leikmann en aðeins örfáir áhorfendur voru mættir í höllina. „Það er vonandi að einhver mæti á næsta leik," sagði Sigurður Eggertsson eftir leikinn á laugardagskvöldið. Bæði hann og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari stungu upp á því að spila leikinn bara á Akureyri en þar voru um 1000 manns mættir á leikinn í frábærri stemningu. „Ef við mætum trylltir í leikinn eigum við að vinna. Ef við skítum á okkur spilum við hver í sínu horni en ef við spilum sem lið erum við góðir. „Það er stundum leiðinlegt að horfa á okkur en það var gaman í dag held ég," sagði Sigurður jafnframt eftir leikinn. „Við erum á góðu skriði þó svo að við höfum tapað síðast. Við erum enn með góða leikmenn fyrir utan liðið en þetta er að koma. Meira að segja Fúsi feiti (innsk, Sigfús Sigurðsson) er kominn í gang. Hann var góður í leiknum." Leikurinn hefst klukkan 19.30. Olís-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Valur og Akureyri mætast í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni N-1 deildar karla í handbolta. Um hreinan úrslitaleik er að ræða um sæti í úrslitarimmunni við Hauka. Akureyri vann fyrsta leikinn 24-27 í Vodafone-höllinni en Valur svaraði fyrir sig fyrir norðan með 25-31 sigri. Spennan fyrir leikinn í kvöld er mikil en athyglisvert verður að sjá mætinguna í höllina. Vandræðalega fáir áhorfendur létu sjá sig á sumardaginn fyrsta í fyrsta leik liðanna. Þegar lið Vals var kynnt voru ljósins slökkt og kastarar lýstu upp hvern leikmann en aðeins örfáir áhorfendur voru mættir í höllina. „Það er vonandi að einhver mæti á næsta leik," sagði Sigurður Eggertsson eftir leikinn á laugardagskvöldið. Bæði hann og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari stungu upp á því að spila leikinn bara á Akureyri en þar voru um 1000 manns mættir á leikinn í frábærri stemningu. „Ef við mætum trylltir í leikinn eigum við að vinna. Ef við skítum á okkur spilum við hver í sínu horni en ef við spilum sem lið erum við góðir. „Það er stundum leiðinlegt að horfa á okkur en það var gaman í dag held ég," sagði Sigurður jafnframt eftir leikinn. „Við erum á góðu skriði þó svo að við höfum tapað síðast. Við erum enn með góða leikmenn fyrir utan liðið en þetta er að koma. Meira að segja Fúsi feiti (innsk, Sigfús Sigurðsson) er kominn í gang. Hann var góður í leiknum." Leikurinn hefst klukkan 19.30.
Olís-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira