Valur tapaði sínum fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna í kvöld er það steinlá fyrir Fylki í Árbænum, 3-0.
Valur er enn á toppnum í deildinni en nú með þriggja stiga forystu á Breiðablik sem vann 2-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld.
Þór/KA er svo í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir Val eftir 5-1 stórsigur á botnliði Hauka.
FH vann dýrmætan sigur í botnbaráttunni er liðið lagði Aftureldingu á heimavelli, 3-1. FH er nú með sex stig í næstneðsta sæti en Haukar eru með þrjú.
Þá vann KR 2-0 sigur á Grindavík á heimavelli.
Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, KR með 21 og Stjarnan með 20. Afturelding er í sjöunda sætinu með þrettán stig og Grindavík í áttunda með ellefu.
Úrslit og markaskorarar:
FH - Afturelding 3-1
1-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (30.)
2-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (38.)
3-0 Sigríður Guðmundsdóttir, víti (75.)
3-1 Telma Þrastardóttir (86.)
Fylkir - Valur 3-0
1-0 Anna Björg Björnsdóttir (14.)
2-0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (65.)
3-0 Anna Sigurðardóttir (51.)
Stjarnan - Breiðablik 1-2
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir
1-1 Lindsey Schwartz
1-2 Jóna Kristín Hauksdóttir
KR - Grindavík 2-0
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (44.)
2-0 sjálfsmark (85.)
Þór/KA - Haukar 5-1
1-0 Rakel Hönnudóttir (8.)
2-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (12.)
3-0 Vesna Smiljkovic (19.)
4-0 Rakel Hönnudóttir (24.)
4-1 Rebekka Ann Wise (28.)
5-1 Vesna Smiljkovic (41.)