Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var afar kátur eftir sigurinn á FH í dag og mátti líka vera það þar sem strákarnir hans spiluðu magnaðan leik.
"Ég er mjög stoltur. Það var frábært hvernig liðið barðist allan leikinn. Við vorum frábærir í vörn sem og sókn nema rétt undir lokin," sagði Kristinn stoltur í viðtali við Rúv eftir leikinn.
"Þetta er frábær hópur hjá okkur. Þetta er frjór hópur þar sem allir skiptast á skoðunum og vinna saman. Það gengur vel og ég tel okkur geta unnið hvaða lið sem er."