Dómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson verða í eldlínunni í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta.
Þeir voru að fá skemmtilegt verkefni í Frakklandi þann 3. apríl þegar þeir dæma leik Montpellier HB og KIF Kolding.
Fyrri leikur liðanna stendur yfir í þessum skrifuðu orðum. Seinni leikurinn verður verður sýndur á beint www.efhtv.com.