Patrekur: Þetta einvígi fer alla leið í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 15:45 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Þetta eru áþekk lið, tvö hörkulið sem spila bæði góðan varnarleik. Bæði lið eru með góða breidd, með leikmenn upp úr sinum eigin röðum en hafa einnig verið dugleg að versla inn," segir Patrekur. „Haukarnir eru búnir að vinna þetta síðustu tvö ár en Valsmenn eru með ágætis breidd og frábaran markmann sem er búinn að verja vel. Haukarnir eru með það líka. Þetta eru mjög svipuð lið og það er erfitt að spá til um þetta. Bæði lið eru með sterkan heimavöll og ef maður ætti á spá þá held ég að þetta verði fimm leikir sem er bara gott mál," segir Patrekur. „Mér finnst Fannar Þór Friðgeirsson hjá Val vera búinn að vera einn sá besti í deildinni í vetur og svo er náttúrulega Sigurbergur Sveinsson mjög mikilvægur hjá Haukum. Það mæðir svolítið mikið á þessum leikmönnum hjá liðunum," segir Patrekur en hann segir markmenn liðanna vera einnig í stórum hlutverkum en þar sé jafnt á komið með liðunum. „Í markinu er Hlynur Morthens búinn að vera frábær hjá Val en síðan eru Haukarnir með Birki og Aron," segir Patrekur. „Valsarar kláruðu mjög erfitt dæmi á móti Akureyri eftir að hafa tapað fyrsta leik. Haukarnir fóru í gegnum HK 2-0 þannig að þetta eru liðin sem eru best í dag," segir Patrekur og ítrekar spá sína um oddaleik í einvíginu. „Ég spái að þetta fari í fimm leiki og að það verði tvöföld framlenging í þeim leik. Þetta gæti jafnvel ráðist á vítakeppni sem væri gott fyrir sportið," sagði Patrekur í léttum tón. Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Þetta eru áþekk lið, tvö hörkulið sem spila bæði góðan varnarleik. Bæði lið eru með góða breidd, með leikmenn upp úr sinum eigin röðum en hafa einnig verið dugleg að versla inn," segir Patrekur. „Haukarnir eru búnir að vinna þetta síðustu tvö ár en Valsmenn eru með ágætis breidd og frábaran markmann sem er búinn að verja vel. Haukarnir eru með það líka. Þetta eru mjög svipuð lið og það er erfitt að spá til um þetta. Bæði lið eru með sterkan heimavöll og ef maður ætti á spá þá held ég að þetta verði fimm leikir sem er bara gott mál," segir Patrekur. „Mér finnst Fannar Þór Friðgeirsson hjá Val vera búinn að vera einn sá besti í deildinni í vetur og svo er náttúrulega Sigurbergur Sveinsson mjög mikilvægur hjá Haukum. Það mæðir svolítið mikið á þessum leikmönnum hjá liðunum," segir Patrekur en hann segir markmenn liðanna vera einnig í stórum hlutverkum en þar sé jafnt á komið með liðunum. „Í markinu er Hlynur Morthens búinn að vera frábær hjá Val en síðan eru Haukarnir með Birki og Aron," segir Patrekur. „Valsarar kláruðu mjög erfitt dæmi á móti Akureyri eftir að hafa tapað fyrsta leik. Haukarnir fóru í gegnum HK 2-0 þannig að þetta eru liðin sem eru best í dag," segir Patrekur og ítrekar spá sína um oddaleik í einvíginu. „Ég spái að þetta fari í fimm leiki og að það verði tvöföld framlenging í þeim leik. Þetta gæti jafnvel ráðist á vítakeppni sem væri gott fyrir sportið," sagði Patrekur í léttum tón.
Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira