Ísland mætir Norður-Írlandi á morgun í undankeppni HM. Ísland vann fyrri leik liðanna 1-0 úti en liðið er þremur stigum á eftir Frökkum í riðlakeppninni.
"Við megum ekkert við því að tapa neinum stigum núna," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari en Ísland leikur svo gegn Króatíu á þriðjudaginn.
Vinni Ísland báða leikina, og Frakkar líka sem búist er við, leikur Ísland úrslitaleik þann 21. ágúst gegn Frökkum. Sá leikur yrði á Menningarnótt og með sigri þar getur Ísland tryggt sér efsta sætið í riðlinum.
Það myndi tryggja liðið áfram í átta liða umspil um fjögur laus sæti á HM.
"Draumurinn er að búa til úrslitaleik á Menningarnótt," segir þjálfarinn en allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn fyrir morgundaginn.