Ókind rýfur fjögurra ára þögn 2. september 2010 22:00 Hljómsveitin Ókind rís upp frá dauðum á laugardagskvöld eftir fjögurra ára þögn. Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. „Þetta er eiginlega gjörningur, bara einir tónleikar,“ segir Steingrímur Karl Teague, sem hefur getið sér gott orð að undanförnu með hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum félagar líka utan hljómsveitarinnar. Það var alltaf voða skrítið að vera að hittast og ekki spila. Við erum búnir að æfa stíft og erum að reyna að troða okkur í rokkbuxurnar aftur. Miðað við hvernig þetta er búið að vera á æfingum þá er þetta farið að hljóma ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta er að Ingi gítarleikari er að flytja til London, þannig að það er núna eða aldrei.“ Flestir meðlimir Ókindar hafa verið viðloðandi tónlist síðan hún fór í frí. Ingi Einar er tónleikaljósamaður, bassaleikarinn Birgir Örn upptökustjóri, og söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur hefur starfað í hljómsveitunum Ojba Rasta og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, ásamt Moses Hightower. Söngvaskáldið Jón Þór (úr Lödu Sport og Dynamo Fog) sér um upphitun á tónleikunum á Faktorý. Aðgangur er ókeypis og platan Hvar í Hvergilandi verður til sölu á góðu verði. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. „Þetta er eiginlega gjörningur, bara einir tónleikar,“ segir Steingrímur Karl Teague, sem hefur getið sér gott orð að undanförnu með hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum félagar líka utan hljómsveitarinnar. Það var alltaf voða skrítið að vera að hittast og ekki spila. Við erum búnir að æfa stíft og erum að reyna að troða okkur í rokkbuxurnar aftur. Miðað við hvernig þetta er búið að vera á æfingum þá er þetta farið að hljóma ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta er að Ingi gítarleikari er að flytja til London, þannig að það er núna eða aldrei.“ Flestir meðlimir Ókindar hafa verið viðloðandi tónlist síðan hún fór í frí. Ingi Einar er tónleikaljósamaður, bassaleikarinn Birgir Örn upptökustjóri, og söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur hefur starfað í hljómsveitunum Ojba Rasta og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, ásamt Moses Hightower. Söngvaskáldið Jón Þór (úr Lödu Sport og Dynamo Fog) sér um upphitun á tónleikunum á Faktorý. Aðgangur er ókeypis og platan Hvar í Hvergilandi verður til sölu á góðu verði.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira