Ítalinn Francesco Molinari sigraði á HSBC Champions golfmótinu sem lauk í morgun í Sanghæ, Kína. Molinari lék samtals á 19 höggum undir pari og lék einu höggi betur en besti kylfingur heims, Englendingurinn Lee Westwood, sem varð annar. Þeir tveir voru í algjörum sérflokki í mótinu.
Þetta er stærsti sigur Ítalans á ferlinum sem hefur fallið örlítið í skuggann af eldri bróður sínum að undanförnu sem var sigursæll í sumar. Fyrir sigurinn fær Molinari litlar 130 milljónir króna.
Tiger Woods varð í í 6. sæti í mótinu en hann lék samtals á sjö höggum undir pari og varð því 11 höggum á eftir sigurvegaranum Molinari. Woods mistókst að sigra mót á þessu ári en lítið hefur gengið hjá kappanum á þessu ári.
Lokastaða efstu kylfinga:
1. Francesco Molinari -19
2. Lee Westwood -18
3.-4. Luke Donald -9
3.-4. Richie Ramsey -9
5. Rory McIlroy -8
