Alþjóðasamtök plötuútgefenda gáfu í dag út tölur um plötusölu ársins 2009. Þar kemur í ljós að plötusala minnkaði um sjö prósent á árinu.
Aftur á móti styrktist markaðurinn í mörgum löndum, þeirra á meðal í Bretlandi. Þá jókst stafræn sala verulega.
Stærsta plata ársins var síðan I Dreamed A Dream, fyrsta plata söngkonunnar Susan Boyle, sem sló eftirminnilega í gegn í hæfileikaþættinum Britain's Got Talent. Hún seldist í 8,3 milljónum eintaka.
