Baldvin Þorsteinsson, sem leikið hefur með handknattleiksliði Vals síðustu ár, er genginn til liðs við FH og verður með Hafnarfjarðarliðinu í N1 deild karla í vetur.
Um er að ræða lánssamning FH við Val sem gildir út tímabilið en Baldvin á eitt ár eftir af samningi sínum við Valsmenn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH.
„Baldvin hefur verið búsettur í Frakklandi þar sem hann hefur verið að jafna sig á axlarmeiðslum. Baldvin er á góðum batavegi og gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn í slaginn von bráðar," segir í fréttatilkynningu frá FH.