Gunnar: Valsmenn eiga mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 13:45 Gunnar Magnússon, þjálfara HK. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti