Fjórða umferð Pepsi-deildar kvenna verður leikin í kvöld. Stórleikur kvöldsins er á Akureyri þar sem Íslandsmeistarar Vals verða í heimsókn hjá Þór/KA.
Þór/KA og Valur eru í tveimur efstu sætum deildarinnar og þau einu sem hafa ekki tapað. Valur er með fullt hús stiga, níu stig, en Þór/KA sjö.
KR og Breiðablik mætast í Frostaskjólinu en liðin eru í þriðja og fimmta sæti deildarinnar.
Leikurinn á Akureyri hefst klukkan 19 en aðrir leikir klukkan 19.15.
Leikir kvöldsins:
Þór/KA - Valur
KR - Breiðablik
FH - Fylkir
Stjarnan - Haukar
Afturelding - Grindavík
Heil umferð í Pepsi-deild kvenna í kvöld
Hjalti Þór Hreinsson skrifar
