„Mér fannst við alls ekki vera lélegar í þessum leik. Það var alveg barátta til staðar," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 3-0 tap fyrir Valskonum í kvöld.
„Ég er hundsvekkt eftir þennan leik. Við fengum alveg færi til að skora í þessum leik og áttum að nýta þau. Það hefur verið okkar vandamál í sumar að klára færin," sagði Rakel.
„Á móti liðum eins og Val fær maður ekki mörg dauðafæri og við verðum að fara að vinna í því að fara betur með færin. Leikirnir gegn toppliðunum eru þeir mikilvægustu en við töpuðum báðum leikjunum gegn Val."