Handbolti

Umfjöllun: Slakur lokakafli og tap fyrir Frökkum

Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel

Ísland tapaði með þriggja marka mun 28-31 fyrir Frakklandi í seinni vináttulandsleik þjóðanna í dag.

Aftur var Laugardalshöllin full en stemningin öðruvísi en í gær enda leikurinn á fjölskylduvænni tíma að þessu sinni.

Íslendingar voru oftast skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum og náðu mest þriggja marka forystu. Liðið var að spila mjög vel og sóknarleikurinn beittur. Frakkarnir hertu róðurinn rétt fyrir hálfleik og staðan 15-15 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki eins góður hjá strákunum okkar og þeir reyndu hluti sem voru einfaldlega of erfiðir.

Nokkur afdrifarík mistök íslenska liðsins á lokakaflanum í leiknum gerðu það að verkum að Frakkarnir reyndust sterkari og unnu á endanum með þremur mörkum.

Fyrir utan þennan lokakafla var íslenska liðið að gera fína hluti þó nokkrir leikmenn hafi verið langt frá sínu besta. Flestir eru sammála um það eftir þessa tvo leiki að íslenska liðið er komið nær því franska og heldur vonandi áfram að stíga skref í rétta átt.

Ísland - Frakkland 28-31 (15-15)

Ísland: Ólafur Stefánsson 8/4 (9/4), Arnór Atlason 6 (8), Róbert Gunnarsson 4 (5), Vignir Svavarsson 3 (5), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (2), Snorri Steinn Guðjónsson 2 (4), Alexander Petersson 2 (5), Sturla Ásgeirsson 1 (1).

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×