Freyr: Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 16:45 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals. Mynd/Stefán Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. „Þetta hefði getað verið knappara hjá okkur en 3-0 lítur vel út og þetta var nokkuð öruggt í lokin," sagði Freyr Alexandersson kátur í leikslok. „Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi leiks og ég held að það hafi farið um leikmennina líka. Spennustigið var sennilega of hátt í byrjun og þetta náði bara að sjokkera þær. Þær komust í gang í kjölfarið og ég var ánægður með þær eftir það," sagði Freyr. „Þetta er búin að vera erfið en skemmtileg leið í bikarúrslitaleikinn. Nú erum við komin í úrslitaleikinn og ef við náum að klára hann þá getum við verið rosalega stolt að hafa farið þessa leið að titlinum þetta árið," sagði Freyr. „Ég vildi að við myndum halda hreinu því ég veit að við skorum alltaf. Við skoruðum ekki síðast í bikarúrslitaleiknum 2008 þannig að það er orðið mjög langt síðan að við náðum ekki að skora," sagði Freyr. Kristín Ýr BJarnadóttir skoraði öll þrjú mörk Vals þar af tvö þau fyrstu eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Hallbera er komin á allt annað plan miðað við leik sinn síðustu ár. Hún er að spila stórkostlega og Kristín Ýr er náttúrulega besti skallamaðurinn í Norður-Evrópu," segir Freyr sem mætti í fjölmiðlaviðtölin með ljósa hárkollu í tilefni af veðmálinu sem Hallbera "bjó" til. Freyr sagði að það hefði verið málamiðlun en Hallbera vildi að hann myndi aflita hárið sitt víst að hún hafði náð því markmiði þeirra að skora tíu deildarmörk í sumar. „Hallbera er með mikið sjálfstraust og kannski einum of mikið stundum en það er gott því það nýtist henni inn á vellinum," sagði Freyr. „Það er mjög stór skref að vera komin í bikarúrslitaleikinn og þar skiptir engu máli hverjum maður mætir. Það er alltaf hörkuleikur og miklar tilfinningar og það verður rosalega gaman að spila 15. ágúst og við ætlum að njóta þess," sagði Freyr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. „Þetta hefði getað verið knappara hjá okkur en 3-0 lítur vel út og þetta var nokkuð öruggt í lokin," sagði Freyr Alexandersson kátur í leikslok. „Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi leiks og ég held að það hafi farið um leikmennina líka. Spennustigið var sennilega of hátt í byrjun og þetta náði bara að sjokkera þær. Þær komust í gang í kjölfarið og ég var ánægður með þær eftir það," sagði Freyr. „Þetta er búin að vera erfið en skemmtileg leið í bikarúrslitaleikinn. Nú erum við komin í úrslitaleikinn og ef við náum að klára hann þá getum við verið rosalega stolt að hafa farið þessa leið að titlinum þetta árið," sagði Freyr. „Ég vildi að við myndum halda hreinu því ég veit að við skorum alltaf. Við skoruðum ekki síðast í bikarúrslitaleiknum 2008 þannig að það er orðið mjög langt síðan að við náðum ekki að skora," sagði Freyr. Kristín Ýr BJarnadóttir skoraði öll þrjú mörk Vals þar af tvö þau fyrstu eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Hallbera er komin á allt annað plan miðað við leik sinn síðustu ár. Hún er að spila stórkostlega og Kristín Ýr er náttúrulega besti skallamaðurinn í Norður-Evrópu," segir Freyr sem mætti í fjölmiðlaviðtölin með ljósa hárkollu í tilefni af veðmálinu sem Hallbera "bjó" til. Freyr sagði að það hefði verið málamiðlun en Hallbera vildi að hann myndi aflita hárið sitt víst að hún hafði náð því markmiði þeirra að skora tíu deildarmörk í sumar. „Hallbera er með mikið sjálfstraust og kannski einum of mikið stundum en það er gott því það nýtist henni inn á vellinum," sagði Freyr. „Það er mjög stór skref að vera komin í bikarúrslitaleikinn og þar skiptir engu máli hverjum maður mætir. Það er alltaf hörkuleikur og miklar tilfinningar og það verður rosalega gaman að spila 15. ágúst og við ætlum að njóta þess," sagði Freyr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira