Nú rétt í þessu var að hefjast blaðamannafundur í Laugardal þar sem tilkynnt var um val á bestu leikmönnum umferða 19-27 í N1-deild kvenna.
Framarar koma þar mikið við sögu enda var miðjumaðurinn Karen Knútsdóttir valin besti leikmaðurinn og Einar Jónsson, þjálfari Fram, var valinn besti þjálfarinn.
Fram á þess utan fjóra leikmenn í liði umferða 19-27 en liðið lítur annars svona út:
Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Fram
Vinstra horn: Marthe Sördal, Fram
Vinstri skytta: Sunna Jónsdóttir, Fylkir
Miðjumaður: Karen Knútsdóttir, Fram
Hægri skytta: Hanna G. Stefánsdóttir, Haukar
Hægra horn: Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Fram
Línumaður: Anna Úrsula Guðmundsdóttir, Valur