Umfjöllun : Þrautseigar Blikastúlkur kláruðu KR-konur Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2010 23:34 Blikinn Harpa Þorsteinsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira