Saga Sig þeysist á milli landa 1. október 2010 14:20 Saga Sig er einn eftirsóttasti ljósmyndari landsins þrátt fyrir ungan aldur. Mynd/Arnþór Birkisson „Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron," segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun. Saga hefur áður myndað fyrir íslenska tískumerkið Kron Kron og segir alltaf jafn gaman að taka að sér verkefni fyrir það. „Eigendurnir eru svo yndislegir og ég er líka mjög hrifin af hönnun þeirra þannig að það er alveg ótrúlega gaman að vinna fyrir þau," segir Saga og bætir við: „Ég hef aftur á móti aldrei unnið fyrir 66 gráður norður áður og var þess vegna mjög spennt fyrir því verkefni." Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Stefánsson, kenndur við Retró Stefson, og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir sátu fyrir á myndunum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna þegar þar að kemur. Saga hefur verið á stöðugum þönum við að sinna hinum ýmsu verkefnum og nýlega dvaldi hún í þrjár vikur í Peking í Kína þar sem hún myndaði tískuþátt fyrir þarlent blað. „Það var ótrúlega gaman að ferðast til annarrar heimsálfu og sjá hvað er að gerast í tískunni þar. Þetta var mjög ólíkt öllu því sem ég er vön og mér fannst skrítið hvað fólkið var afturhaldssamt," segir Saga. Saga segist nú ætla að taka sér frí frá verkefnum og einbeita sér að skólanum, en hún mun útskrifast sem tískuljósmyndari næsta vor. Innt eftir því hvað taki við eftir útskrift segist Saga gjarnan vilja halda áfram námi. „Mér finnst mjög gaman í skóla og mig langar að sækja um í meira nám. Mig langar líka svolítið að klára listfræðina, en ég byrjaði í henni árinu áður en ég flutti út til London. En ætli ég verði ekki eitthvað áfram úti, óháð því hvað ég fer að gera að námi loknu, markaðurinn er nefnilega svo lítill hér heima," segir þessi hæfileikaríki ljósmyndari. - sm Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron," segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun. Saga hefur áður myndað fyrir íslenska tískumerkið Kron Kron og segir alltaf jafn gaman að taka að sér verkefni fyrir það. „Eigendurnir eru svo yndislegir og ég er líka mjög hrifin af hönnun þeirra þannig að það er alveg ótrúlega gaman að vinna fyrir þau," segir Saga og bætir við: „Ég hef aftur á móti aldrei unnið fyrir 66 gráður norður áður og var þess vegna mjög spennt fyrir því verkefni." Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Stefánsson, kenndur við Retró Stefson, og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir sátu fyrir á myndunum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna þegar þar að kemur. Saga hefur verið á stöðugum þönum við að sinna hinum ýmsu verkefnum og nýlega dvaldi hún í þrjár vikur í Peking í Kína þar sem hún myndaði tískuþátt fyrir þarlent blað. „Það var ótrúlega gaman að ferðast til annarrar heimsálfu og sjá hvað er að gerast í tískunni þar. Þetta var mjög ólíkt öllu því sem ég er vön og mér fannst skrítið hvað fólkið var afturhaldssamt," segir Saga. Saga segist nú ætla að taka sér frí frá verkefnum og einbeita sér að skólanum, en hún mun útskrifast sem tískuljósmyndari næsta vor. Innt eftir því hvað taki við eftir útskrift segist Saga gjarnan vilja halda áfram námi. „Mér finnst mjög gaman í skóla og mig langar að sækja um í meira nám. Mig langar líka svolítið að klára listfræðina, en ég byrjaði í henni árinu áður en ég flutti út til London. En ætli ég verði ekki eitthvað áfram úti, óháð því hvað ég fer að gera að námi loknu, markaðurinn er nefnilega svo lítill hér heima," segir þessi hæfileikaríki ljósmyndari. - sm
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira