Nafn: Bjarni Friðrik Garðarsson
Skóli: Framhaldsskóli Austur- Skaftafellssýslu
Aldur: 16
Nám: Félagsfræði
Hvaða lag ertu að syngja í keppninni? Söknuður með Villa Vill
Ertu á lausu? já
Hver er þín fyrirmynd í söng? Þeir eru 2 og það er Kurt Cobain og Randy Blythe
Þú ert í Kringlunni, Hvað ertu að gera? Stend ábyggilega á afskekktum stað að öskra á fólk sem ég þekki ekki neitt
Hvernig mun heimurinn enda? Það á eftir að gerast þegar að ég reyni að deila Níelsi með 0
Hver er þín heitasta Ósk? Ég þekki enga heita stelpu sem heitir Ósk og ef svo væri ætti ég hana mjög líklega ekki því að allar manneskjur eiga rétt á því að eiga sig sjálfar
Uppáhalds staður? Narnía
Vissir þú að... Leiðinlegasta ferðalag sem Bjarni hefur farið í er þegar hann fór einu sinni á internetið
Tónlist