Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, valdi í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Noregi og Danmörku í undankeppni EM. Leikirnir fara fram 3. og 7. september.
Ólafur hristir mikið upp í liðinu en mesta athygli vekur að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki valinn í landsliðið að þessu sinni.
Fjölmargir leikmenn hins magnaða U-21 árs landsliðs Íslands eru í liðinu.
Nánar verður fjallað um valið á Vísi síðar í dag.
Landsliðshópurinn:
Markverðir:
Árni Gautur Arason
Gunnleifur Gunnleifsson
Varnarmenn:
Indriði Sigurðsson
Kristján Örn Sigurðsson
Grétar Rafn Steinsson
Ragnar Sigurðsson
Sölvi Geir Ottesen
Bjarni Ólafur Eiríksson
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson
Ólafur Ingi Skúlason
Rúrik Gíslason
Brynjar Björn Gunnarsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Matthías Vilhjálmsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Eggert Gunnþór Jónsson
Framherjar:
Heiðar Helguson
Veigar Páll Gunnarsson
Kolbeinn Sigþórsson