Íslensk bikiní fyrir alla 23. júlí 2010 12:00 Hera Guðmundsdóttir segir viðbrögð manna við sundfatnaðinum hafa komið sér og Steinunni Björgu Hrólfsdóttur skemmtilega á óvart. Fréttablaðið/Arnþór „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í sumar og datt í hug að hanna saman sundboli. Okkur fannst alveg sérstakt að ekki væri þegar til íslenskt sundfatamerki þar sem sundið er svo stór partur af íþróttaiðkun landans," segir Hera Guðmundsdóttir sem er annar hluti hönnunartvíeykisins LAUG. Hera og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, hinn helmingur tvíeykisins, luku nýverið fyrsta ári við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Segir Hera að viðbrögð kvenna við línunni hafi komið þeim stöllum skemmtilega á óvart. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Við erum þessa stundina að leita að saumakonu til að aðstoða okkur við að koma sundbolunum í framleiðslu og vonandi gerist það á næstu vikum." Sundfötin hafa sterka skírskotun í tísku sjötta áratugarins. Sundfatnaðurinn hefur sterka skírskotun í tísku sjöunda áratugarins og eru buxurnar hærri upp í mittið en hefur viðgengist undanfarin ár. „Bolirnir eiga að klæða alla. Þeir eru hvorki of flegnir né of berir og í raun eru þetta bara falleg stykki sem gaman er að sýna sig í," segir Hera. Myndir/María Guðrún Rúnarsdóttir Hægt er að leggja inn pöntun til stúlknanna með því að senda fyrirspurn á netfangið laugswimwear@gmail.com. - sm Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í sumar og datt í hug að hanna saman sundboli. Okkur fannst alveg sérstakt að ekki væri þegar til íslenskt sundfatamerki þar sem sundið er svo stór partur af íþróttaiðkun landans," segir Hera Guðmundsdóttir sem er annar hluti hönnunartvíeykisins LAUG. Hera og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, hinn helmingur tvíeykisins, luku nýverið fyrsta ári við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Segir Hera að viðbrögð kvenna við línunni hafi komið þeim stöllum skemmtilega á óvart. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Við erum þessa stundina að leita að saumakonu til að aðstoða okkur við að koma sundbolunum í framleiðslu og vonandi gerist það á næstu vikum." Sundfötin hafa sterka skírskotun í tísku sjötta áratugarins. Sundfatnaðurinn hefur sterka skírskotun í tísku sjöunda áratugarins og eru buxurnar hærri upp í mittið en hefur viðgengist undanfarin ár. „Bolirnir eiga að klæða alla. Þeir eru hvorki of flegnir né of berir og í raun eru þetta bara falleg stykki sem gaman er að sýna sig í," segir Hera. Myndir/María Guðrún Rúnarsdóttir Hægt er að leggja inn pöntun til stúlknanna með því að senda fyrirspurn á netfangið laugswimwear@gmail.com. - sm
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira