Fram og Valur leika í kvöld annan úrslitaleik sinn í N1 deild kvenna en Valur er 1-0 yfir eftir 20-19 sigur í Vodafone-höllinni á sunnudaginn. Leikur kvöldsins fer fram í Framhúsinu í Safamýri og hefst klukkan 19.30. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.
Framkonur hafa verið öflugar á heimavelli á þessu tímabili og hafa unnið sjö síðustu leiki sína í Safamýri eða alla leiki síðan að Valur kom síðast í heimsókn - 12. janúar síðastliðinn. Valur vann þá 25-22 sigur en það er eina tap Framliðsins í síðustu 12 leikjum sínum í Safamýrinni.
Fram og Valur hafa þegar mæst fimm sinnum í vetur, Valur hefur unnið tvo leiki, Fram hefur unnið tvo leiki og liðin gerðu jafntefli í fyrsta innbyrðis leik vetrarins. Fram hefur unnið Val í Laugardalshöllinni (bikarúrslit) og í Vodafone-höllinni (lokaumferðin 27. mars) en á enn eftir að vinna Val á sínum heimavelli í Safamýri.
Framkonur búnar að vinna alla leiki síðan Valur kom síðast í heimsókn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn