McDowell sigraði Woods í bráðabana á mögnuðum lokahring á Chevron meistaramótinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2010 23:44 Graeme McDowell sigraði á Chevron meistaramótinu og lauk glæsilegu keppnistímabili með sigri. AP Norður-Írinn Graeme McDowell kom í veg fyrir að Tiger Woods næði að sigra á einu golfmóti á árinu 2010. McDowell sýndi fádæma keppnishörku á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins og tryggði sér sigur á fyrstu holu í bráðabana gegn Tiger Woods sem var með fjögurra högga forskot á McDowell fyrir lokahringinn. Lokahringurinn var gríðarlega spennandi þar sem að McDowell náði góðri byrjun á meðan Woods gerði mistök. Á 18. braut voru þeir jafnir á 16 höggum undir pari samtals og Woods virtist hafa tryggt sér sigur með frábæru innáhöggi af um 100 metra færi - þar sem hann „klíndi" boltanum alveg upp við stöngina. McDowell átti ekki alveg eins gott innáhögg en hann sýndi styrk sinn með því að setja púttið í fyrir fugli af um 5 metra færi. Tiger Woods leyndi ekki vonbrigðum sínum á lokahringnum en hann náði ekki að vinna golfmót á þessu ári og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2001 sem slíkt gerist.APÍ bráðabananum léku þeir 18. holuna á ný og báðir voru þeir um 5 metra frá holu eftir innáhöggin. McDowell var á svipuðum stað og hann var áður - og hann setti boltann beint ofaní holuna. Woods reyndi að jafna en boltinn fór rétt framhjá holunni. Lokastaðan: Graeme McDowell - 16 Tiger Woods -16 Paul Casey - 12 Rory McIlroy -11 Hunter Mahan -10 Ian Poulter -9 Stewart Cink -9 Luke Donald -5 Sean O'Hair -4 Zach Johnson -4 Jim Furyk par Steve Stricker + 1 Nick Watney + 2 Camilo Villegas + 3 Bubba Watson + 3 Dustin Johnson + 4 Anthony Kim + 4 Matt Kuchar + 7 Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell kom í veg fyrir að Tiger Woods næði að sigra á einu golfmóti á árinu 2010. McDowell sýndi fádæma keppnishörku á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins og tryggði sér sigur á fyrstu holu í bráðabana gegn Tiger Woods sem var með fjögurra högga forskot á McDowell fyrir lokahringinn. Lokahringurinn var gríðarlega spennandi þar sem að McDowell náði góðri byrjun á meðan Woods gerði mistök. Á 18. braut voru þeir jafnir á 16 höggum undir pari samtals og Woods virtist hafa tryggt sér sigur með frábæru innáhöggi af um 100 metra færi - þar sem hann „klíndi" boltanum alveg upp við stöngina. McDowell átti ekki alveg eins gott innáhögg en hann sýndi styrk sinn með því að setja púttið í fyrir fugli af um 5 metra færi. Tiger Woods leyndi ekki vonbrigðum sínum á lokahringnum en hann náði ekki að vinna golfmót á þessu ári og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2001 sem slíkt gerist.APÍ bráðabananum léku þeir 18. holuna á ný og báðir voru þeir um 5 metra frá holu eftir innáhöggin. McDowell var á svipuðum stað og hann var áður - og hann setti boltann beint ofaní holuna. Woods reyndi að jafna en boltinn fór rétt framhjá holunni. Lokastaðan: Graeme McDowell - 16 Tiger Woods -16 Paul Casey - 12 Rory McIlroy -11 Hunter Mahan -10 Ian Poulter -9 Stewart Cink -9 Luke Donald -5 Sean O'Hair -4 Zach Johnson -4 Jim Furyk par Steve Stricker + 1 Nick Watney + 2 Camilo Villegas + 3 Bubba Watson + 3 Dustin Johnson + 4 Anthony Kim + 4 Matt Kuchar + 7
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira