Aron Kristjánsson hrósaði markvörðum beggja liða eftir sigur Hauka á HK í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld, 22-20.
Báðir áttu þeir stjörnuleik en Birkir Ívar var sérstaklega góður í marki Haukanna og varði til að mynda fimm vítaköst.
„Þetta var mjög erfiður leikur," sagði Aron, þjálfari Hauka. „Enda undanúrslit á Íslandsmóti og því kom það ekki á óvart. HK er með gott lið og Sveinbjörn [Pétursson] var frábær í kvöld. Það var Birkir Ívar líka og það gerði útslagið hjá okkur."
„Varnarleikurinn var líka góður en sóknarleikurinn okkar fannst mér stirðbusalegur. Leikkerfin gengu illa og við vorum einnig að skjóta illa á markið."
„Við lentum undir í byrjun og mér fannst gríðarlegt óöryggi í sóknarleiknum framan af og menn virtust smeykir. Við náðum sem betur fer að hrista það af okkur og koma okkur betur inn í leikinn."
„Þessir leikir eru þannig að menn þurfa að gefa allt sem þeir eiga og halda einbeitingunni frá upphafi til enda. Það er eina leiðin til að vinna þessa leiki."
Það kom honum nokkuð á óvart hversu lítið það var skorað í leiknum í kvöld. „Oftast þegar þessi lið mætast er meira skorað. Ég á því von á að það verði meira opnað fyrir það í næsta leik og ég á von á afar erfiðum leik í Kópavogi."
Aron: Markverðirnir frábærir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn


Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool
Enski boltinn