Umfjöllun: Loks vann Akureyri Hauka Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 22. október 2010 20:14 Atli Hilmarsson byrjar vel með Akureyri. Fréttablaðið/Vilhelm Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.Akureyringar tóku Björgvin Hólmgeirsson alveg úr umferð og hann mátti sín lítils. Akureyri spilaði 3-2-1 vörn og gekk vel út í sóknarmenn Hauka. Á línunni var gríðarleg barátta Heimis Óla og Guðlaugs og hafði Húsvíkingurinn, Öxlin, yfirleitt betur. Það var lítið skorað og eftir tæpar tíu mínútur var staðan 1-1. Hún var svo 5-5 um miðbik hálfleiksins áður en heimamenn sigu fram úr. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og voru skrefi á undan út hálfleikinn. Mikið var um mistök á báða bóga, sem og hjá dómurum leiksins, og bæði lið töpuðu boltanum klaufalega í sóknum sínum.Hálfleiksstaðan var 12-10 fyrir Akureyri en báði markmenn vörðu tíu skot í fyrri hálfleik. Haukar jöfnuðu strax en Birkir Ívar var kominn í markið og varði strax vel. Akureyri náðu þó aftur upp forskoti, það fór í fimm mörk þegar þrettán mínútur voru eftir og aftur þegar átta mínútur lifðu leiks. Haukar fóru illa að ráði sínu í sókninni, skutu mjög illa og töpuðu mörgum boltum. Vörn þeirra var svipuð og Akureyringa en ekki jafn góð. Sveinbjörn var frábær í marki Akureyrar og lagði grunninn að góðum sigri Akureyringa. Þetta er fyrsti sigur Akureyrar á Haukum á heimavelli síðan félagið var stofnað árið 2006. Heimir Örn og Bjarni voru góðir í sókn Akureyrar en Guðlaugur frábær í vörninni. Sveinbjörn eins og áður segir var frábær og maður leiksins. Hjá Haukum var Björgvin tekinn úr umferð allan leikinn. Enginn steig upp og skotnýting liðsins var afleit. Markmennirnir voru góðir en það er ekki nóg þegar vörnin er hriplek. Sanngjarn sigur Akureyringa sem eru með fullt hús á toppi deildarinnar.Akureyri - Haukar 25-19 (12-10)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (11), Oddur Gretarsson 6/1 (11/2), Heimir Örn Árnason 5 (8), Geir Guðmundsson 4 (10), Halldór Logi Árnason 2 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/1 (41/4, 54%), Stefán U. Guðnason 0/1 (1/1, 0%).Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 2, Bjarni 2, Halldór).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Halldór, ).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 5/3 (11/4), Freyr Brynjarsson 3 (6), Björgvin Hólmgeirsson 3 (9), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Gísli Jón Þórisson 2 (8), Stefán Rafn Sigurmannson 2 (9), Einar Örn Jónsson 1 (1), Tjörvi Þorgeirsson 1 (5).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (23/1, 43%), Aron Rafn Eðvarðsson 10 (22/1, 46%).Hraðaupphlaup: 3 (Heimir, Björgvin, Freyr, ).Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli, Freyr 2, Þorkell).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Nokkrir skrýtnir dómar, ágætir heilt yfir. Olís-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.Akureyringar tóku Björgvin Hólmgeirsson alveg úr umferð og hann mátti sín lítils. Akureyri spilaði 3-2-1 vörn og gekk vel út í sóknarmenn Hauka. Á línunni var gríðarleg barátta Heimis Óla og Guðlaugs og hafði Húsvíkingurinn, Öxlin, yfirleitt betur. Það var lítið skorað og eftir tæpar tíu mínútur var staðan 1-1. Hún var svo 5-5 um miðbik hálfleiksins áður en heimamenn sigu fram úr. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og voru skrefi á undan út hálfleikinn. Mikið var um mistök á báða bóga, sem og hjá dómurum leiksins, og bæði lið töpuðu boltanum klaufalega í sóknum sínum.Hálfleiksstaðan var 12-10 fyrir Akureyri en báði markmenn vörðu tíu skot í fyrri hálfleik. Haukar jöfnuðu strax en Birkir Ívar var kominn í markið og varði strax vel. Akureyri náðu þó aftur upp forskoti, það fór í fimm mörk þegar þrettán mínútur voru eftir og aftur þegar átta mínútur lifðu leiks. Haukar fóru illa að ráði sínu í sókninni, skutu mjög illa og töpuðu mörgum boltum. Vörn þeirra var svipuð og Akureyringa en ekki jafn góð. Sveinbjörn var frábær í marki Akureyrar og lagði grunninn að góðum sigri Akureyringa. Þetta er fyrsti sigur Akureyrar á Haukum á heimavelli síðan félagið var stofnað árið 2006. Heimir Örn og Bjarni voru góðir í sókn Akureyrar en Guðlaugur frábær í vörninni. Sveinbjörn eins og áður segir var frábær og maður leiksins. Hjá Haukum var Björgvin tekinn úr umferð allan leikinn. Enginn steig upp og skotnýting liðsins var afleit. Markmennirnir voru góðir en það er ekki nóg þegar vörnin er hriplek. Sanngjarn sigur Akureyringa sem eru með fullt hús á toppi deildarinnar.Akureyri - Haukar 25-19 (12-10)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (11), Oddur Gretarsson 6/1 (11/2), Heimir Örn Árnason 5 (8), Geir Guðmundsson 4 (10), Halldór Logi Árnason 2 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/1 (41/4, 54%), Stefán U. Guðnason 0/1 (1/1, 0%).Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 2, Bjarni 2, Halldór).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Halldór, ).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 5/3 (11/4), Freyr Brynjarsson 3 (6), Björgvin Hólmgeirsson 3 (9), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Gísli Jón Þórisson 2 (8), Stefán Rafn Sigurmannson 2 (9), Einar Örn Jónsson 1 (1), Tjörvi Þorgeirsson 1 (5).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (23/1, 43%), Aron Rafn Eðvarðsson 10 (22/1, 46%).Hraðaupphlaup: 3 (Heimir, Björgvin, Freyr, ).Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli, Freyr 2, Þorkell).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Nokkrir skrýtnir dómar, ágætir heilt yfir.
Olís-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti