Lærðu að gera kattaraugu eins og Kate 9. desember 2010 17:00 Kate með kisuaugun. Kate Moss er fyrirmynd margra í klæðnaði og förðun. Hún skartar oftar en ekki svokölluðum kisuaugum. Svanhvít Valgeirsdóttir, yfirkennari hjá Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, sýnir hvernig mála má slík augu með auðveldum hætti. „Svona kisuaugu, eða „smoky longeye" eins og þetta er líka kallað er mikið í tísku núna og er reyndar mjög klassísk augnförðun," segir Svanhvít og bætir við að allir geti lært að mála sig með þessum hætti. „Enda er þetta auðveldasta augnmálningin til að læra," segir hún. Svanhvít segir kattaraugun klæða alla og að „smoky longeye" séu sérstaklega flott þegar við hátíðleg tilefni. „Þau henta líka vel konum með þyngri augnlok sem oft er erfitt að skyggja fallega," segir hún og tekur fyrirsætuna Claudiu Schiffer sem dæmi. Svanhvít notaði vörur frá No Name sem hún heldur mikið upp á, sérstaklega augngel og augnabrúnatúss, enda segir hún miklu máli skipta að augabrúnirnar séu vel mótaðar. „Þá er einnig mikilvægt að muna að þegar augnmálningin er svona áberandi ætti að mála varirnar með ljósari varalit," segir hún að lokum. solveig@frettabladid.is Upphaf. Gott er að nota þrjá bursta við þessa förðun. Mjúkan bursta til að blanda, aðeins flatari og harðari til að bera á, og svo einn fyrir eyeliner-línuna.Ég byrjaði á því að setja ljósdrappaðan augnskugga undir augabrúnirnar, niður að augnbeini.Síðan setti ég dökkan augnskugga á allt augnlokið og aðeins undir augun. Þá dreifði ég honum svolítið út til að ná þessari kattarlögun.Ég setti síðan krem-eyeliner í kringum augað og dró hann líka út og blandaði honum síðan upp í dökka augnskuggann.Svo notaði ég svartan augnskugga til að gera þynnstu línuna kringum augun.Einnig er hægt að nota svartan púðurblýant eða blautan eyeliner ef konur vilja hafa línuna mjög sterka. Svanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.fréttablaðið/antonSvanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.Að lokum eru tvær til þrjár umferðir af svörtum maskara bornar á augnhárin til að gera þau löng og þétt. Einnig er hægt að nota gerviaugnhár við sérstök tilefni. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Kate Moss er fyrirmynd margra í klæðnaði og förðun. Hún skartar oftar en ekki svokölluðum kisuaugum. Svanhvít Valgeirsdóttir, yfirkennari hjá Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, sýnir hvernig mála má slík augu með auðveldum hætti. „Svona kisuaugu, eða „smoky longeye" eins og þetta er líka kallað er mikið í tísku núna og er reyndar mjög klassísk augnförðun," segir Svanhvít og bætir við að allir geti lært að mála sig með þessum hætti. „Enda er þetta auðveldasta augnmálningin til að læra," segir hún. Svanhvít segir kattaraugun klæða alla og að „smoky longeye" séu sérstaklega flott þegar við hátíðleg tilefni. „Þau henta líka vel konum með þyngri augnlok sem oft er erfitt að skyggja fallega," segir hún og tekur fyrirsætuna Claudiu Schiffer sem dæmi. Svanhvít notaði vörur frá No Name sem hún heldur mikið upp á, sérstaklega augngel og augnabrúnatúss, enda segir hún miklu máli skipta að augabrúnirnar séu vel mótaðar. „Þá er einnig mikilvægt að muna að þegar augnmálningin er svona áberandi ætti að mála varirnar með ljósari varalit," segir hún að lokum. solveig@frettabladid.is Upphaf. Gott er að nota þrjá bursta við þessa förðun. Mjúkan bursta til að blanda, aðeins flatari og harðari til að bera á, og svo einn fyrir eyeliner-línuna.Ég byrjaði á því að setja ljósdrappaðan augnskugga undir augabrúnirnar, niður að augnbeini.Síðan setti ég dökkan augnskugga á allt augnlokið og aðeins undir augun. Þá dreifði ég honum svolítið út til að ná þessari kattarlögun.Ég setti síðan krem-eyeliner í kringum augað og dró hann líka út og blandaði honum síðan upp í dökka augnskuggann.Svo notaði ég svartan augnskugga til að gera þynnstu línuna kringum augun.Einnig er hægt að nota svartan púðurblýant eða blautan eyeliner ef konur vilja hafa línuna mjög sterka. Svanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.fréttablaðið/antonSvanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.Að lokum eru tvær til þrjár umferðir af svörtum maskara bornar á augnhárin til að gera þau löng og þétt. Einnig er hægt að nota gerviaugnhár við sérstök tilefni.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira