Krónuskatturinn Jón Kaldal skrifar 23. febrúar 2010 06:15 Nú er svo komið að varla er rætt um gjaldmiðil landsins öðruvísi en í félagsskap við orðin bönn og höft. Á Alþingi í gær viðraði til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, þá hugmynd að ef til vill væri orðið tímabært að banna sveitarfélögum að taka lán í annarri mynt en í íslenskum krónum. Þetta er sá veruleiki sem Íslendingar búa við. Krónan er við svo slaka heilsu að hún lifir ekki á frjálsum markaði, heldur þarf að slá um hana höftum, boðum og bönnum. Um tvö ár eru liðin frá því gengi krónunnar tók lóðrétta stefnu niður á við. Þegar fallið stöðvaðist höfðu helstu gjaldmiðlar heims hækkað um tugi prósenta gagnvart krónunni. Í febrúar fyrir tveimur árum kostaði til að mynda einn Bandaríkjadollar 66 krónur. Í gær kostaði hann 129 krónur. Nánast hvert einasta heimili og fyrirtæki landsins hefur orðið fyrir verulegum búsifjum af völdum þessa minnsta sjálfstæða gjaldmiðils heims. Bæði þau sem eru með verðtryggð lán og hin sem skulda í erlendri mynt. Í fyrra tilvikinu hefur verðbólgan hlaðið stórfelldri og óafturkræfri hækkun á höfuðstóli lána. Í því síðara hafa í mörgum tilfellum skuldir og afborganir tvöfaldast. Krónan er sérstakt fyrirbrigði meðal gjaldmiðla heimsins að öðru leyti en að vera sá minnsti. Hún er í raun og veru tvær myntir. Annars vegar óverðtryggða krónan, sem kemur inn á launareikningana okkar, og hins vegar verðtryggða krónan, sem hvílir á húsakynnum okkar og hækkar í takt við verðbólguna ólíkt hinni. Þeir eru til sem telja að verðtryggingin sé vandamálið en ekki sjálfur gjaldmiðillinn. Staðreyndin er þó sú að krónan er ekki nothæf án verðtryggingarinnar. Án hennar yrði ekki hægt að tryggja lífeyri og annan sparnað í krónum. Í öðrum löndum féllu bankar með tjóni fyrir þá sem áttu í þeim hlutafé eða innistæður eftir atvikum. Hér féllu bankar og auk eigenda þeirra töpuðu líka hinir sem áttu ekki neitt í bönkunum né í öðrum fyrirtækjum. Allir fasteignaeigendur hafa mátt þola stórfellt eignatap og auknar álögur, líka þeir sem hafa lifað spart og af skynsemi. Orsökin er krónan. Hún tryggði að höggið lenti miklu víðar en ella. Um þetta er ekki deilt, frekar en að vegna krónunnar þurfa vextir að vera hærri á Íslandi en víðast annars staðar. Engu síður, eftir þær hamfarir sem krónan hefur valdið öllum nema fáeinum spákaupmönnum, lætur stór hópur fólks eins og hún sé ekki vandamál. Þetta stappar nærri sturlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Nú er svo komið að varla er rætt um gjaldmiðil landsins öðruvísi en í félagsskap við orðin bönn og höft. Á Alþingi í gær viðraði til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, þá hugmynd að ef til vill væri orðið tímabært að banna sveitarfélögum að taka lán í annarri mynt en í íslenskum krónum. Þetta er sá veruleiki sem Íslendingar búa við. Krónan er við svo slaka heilsu að hún lifir ekki á frjálsum markaði, heldur þarf að slá um hana höftum, boðum og bönnum. Um tvö ár eru liðin frá því gengi krónunnar tók lóðrétta stefnu niður á við. Þegar fallið stöðvaðist höfðu helstu gjaldmiðlar heims hækkað um tugi prósenta gagnvart krónunni. Í febrúar fyrir tveimur árum kostaði til að mynda einn Bandaríkjadollar 66 krónur. Í gær kostaði hann 129 krónur. Nánast hvert einasta heimili og fyrirtæki landsins hefur orðið fyrir verulegum búsifjum af völdum þessa minnsta sjálfstæða gjaldmiðils heims. Bæði þau sem eru með verðtryggð lán og hin sem skulda í erlendri mynt. Í fyrra tilvikinu hefur verðbólgan hlaðið stórfelldri og óafturkræfri hækkun á höfuðstóli lána. Í því síðara hafa í mörgum tilfellum skuldir og afborganir tvöfaldast. Krónan er sérstakt fyrirbrigði meðal gjaldmiðla heimsins að öðru leyti en að vera sá minnsti. Hún er í raun og veru tvær myntir. Annars vegar óverðtryggða krónan, sem kemur inn á launareikningana okkar, og hins vegar verðtryggða krónan, sem hvílir á húsakynnum okkar og hækkar í takt við verðbólguna ólíkt hinni. Þeir eru til sem telja að verðtryggingin sé vandamálið en ekki sjálfur gjaldmiðillinn. Staðreyndin er þó sú að krónan er ekki nothæf án verðtryggingarinnar. Án hennar yrði ekki hægt að tryggja lífeyri og annan sparnað í krónum. Í öðrum löndum féllu bankar með tjóni fyrir þá sem áttu í þeim hlutafé eða innistæður eftir atvikum. Hér féllu bankar og auk eigenda þeirra töpuðu líka hinir sem áttu ekki neitt í bönkunum né í öðrum fyrirtækjum. Allir fasteignaeigendur hafa mátt þola stórfellt eignatap og auknar álögur, líka þeir sem hafa lifað spart og af skynsemi. Orsökin er krónan. Hún tryggði að höggið lenti miklu víðar en ella. Um þetta er ekki deilt, frekar en að vegna krónunnar þurfa vextir að vera hærri á Íslandi en víðast annars staðar. Engu síður, eftir þær hamfarir sem krónan hefur valdið öllum nema fáeinum spákaupmönnum, lætur stór hópur fólks eins og hún sé ekki vandamál. Þetta stappar nærri sturlun.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun