Umfjöllun: Dramatík á Ásvöllum - Sigurbergur hetja Hauka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 4. mars 2010 21:13 Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira