Kjöraðstæður til golfleiks á fyrsta degi Íslandsmóts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 09:45 Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, setur Íslandmótið í morgun. Mynd/Valur Jónatansson Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira