Minnisþjálfun Ólafur Stephensen skrifar 26. júní 2010 06:30 Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að þingsköpum verði breytt þannig að ringulreiðin, sem ævinlega tekur völd undir lok þingtímans, verði úr sögunni. Þingmaðurinn leggur til að forseti þingsins geti, að fengnum tillögum frá þingnefndum, gert tillögu fyrirfram um hversu lengi umræður um einstök mál skuli standa. Þannig geti þingið unnið samkvæmt skipulegri áætlun, forðazt að allt lendi í fári og skipulagsleysi dagana fyrir þinglok og síðast en ekki sízt útrýmt málþófinu, sem grafið hafi undan trausti Alþingis. Siv ræðir í greinargerð með frumvarpinu rökin fyrir frjálsum ræðutíma, sem býður upp á málþóf. Þau séu að með málþófi megi skapa samningsstöðu í þinglok, þannig að allir flokkar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Málþóf sé eðlilegur hluti af lýðræðinu, vegna þess að með því sé meirihlutinn neyddur til að taka tillit til minnihlutans. Siv segist telja nær að grípa til annarra ráða til að styrkja stöðu minnihlutans, til dæmis að afhenda honum formennsku í sumum þingnefndum og setja ákvæði í stjórnarskrá um að tiltekinn minnihluti á þingi geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þetta er rétt hjá þingmanninum. Starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis lagði meðal annars til að aukin áherzla yrði lögð á svokölluð samstöðustjórnmál þar sem meirihlutinn tæki meira tillit til minnihlutans en hingað til hefur tíðkazt. Athyglisverðar tilraunir á því sviði hafa verið gerðar í Reykjavíkurborg, bæði í tíð fyrrverandi og núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Kannski eru þær fyrsti vísir að því sem koma skal á þingi. Það er alltént miklu líklegra til að treysta virðingu Alþingis og bæta umræðuhefðina að stjórn og stjórnarandstaða vinni saman, en að þingmenn standi upp á endann í ræðustóli heilu næturnar, lesi upp úr skýrslum og vitni í kveðskap. Siv bendir réttilega á að málþóf sé hvergi stundað í nágrannalöndum okkar. Það getur verið forvitnilegt að bera saman hvernig mismunandi þjóðþing fjalla um sama mál. Þegar EFTA-ríkin fjölluðu um EES-samninginn árið 1992, stóð umræðan á Alþingi hátt í fimm mánuði með hléum og málið var rætt í yfir hundrað klukkustundir. Samningurinn var ræddur í alls átta klukkustundir á austurríska þinginu og fjórtán og hálfan klukkutíma á því sænska. Umræður stóðu í tvo daga á norska þinginu og svissneska þingið afgreiddi samninginn á þremur vikum. Í finnska þinginu tók afgreiðsla málsins alls þrjá daga. Í greinargerð Sivjar segir að enginn stjórnmálaflokkur sé saklaus af málþófinu á þingi. Það er raunar svo, að við stjórnarskipti er eins og minni þingmanna á eigin orð þurrkist út. Þingmenn sem áður gagnrýndu stjórnarandstöðuna harðlega fyrir málþóf grípa til þess sjálfir um leið og þeir komast í stjórnarandstöðu og skamma stjórnina fyrir nákvæmlega sömu vinnubrögð og þeir ástunduðu sjálfir í stjórn. Og öfugt. Hvernig væri nú að stjórnarandstaðan rifjaði upp hvernig var að vera í stjórn, stjórnarliðið græfi upp gamlar minningar frá stjórnarandstöðuárunum og svo kæmu allir sér saman um skynsamlegri og skilvirkari vinnubrögð á Alþingi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að þingsköpum verði breytt þannig að ringulreiðin, sem ævinlega tekur völd undir lok þingtímans, verði úr sögunni. Þingmaðurinn leggur til að forseti þingsins geti, að fengnum tillögum frá þingnefndum, gert tillögu fyrirfram um hversu lengi umræður um einstök mál skuli standa. Þannig geti þingið unnið samkvæmt skipulegri áætlun, forðazt að allt lendi í fári og skipulagsleysi dagana fyrir þinglok og síðast en ekki sízt útrýmt málþófinu, sem grafið hafi undan trausti Alþingis. Siv ræðir í greinargerð með frumvarpinu rökin fyrir frjálsum ræðutíma, sem býður upp á málþóf. Þau séu að með málþófi megi skapa samningsstöðu í þinglok, þannig að allir flokkar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Málþóf sé eðlilegur hluti af lýðræðinu, vegna þess að með því sé meirihlutinn neyddur til að taka tillit til minnihlutans. Siv segist telja nær að grípa til annarra ráða til að styrkja stöðu minnihlutans, til dæmis að afhenda honum formennsku í sumum þingnefndum og setja ákvæði í stjórnarskrá um að tiltekinn minnihluti á þingi geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þetta er rétt hjá þingmanninum. Starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis lagði meðal annars til að aukin áherzla yrði lögð á svokölluð samstöðustjórnmál þar sem meirihlutinn tæki meira tillit til minnihlutans en hingað til hefur tíðkazt. Athyglisverðar tilraunir á því sviði hafa verið gerðar í Reykjavíkurborg, bæði í tíð fyrrverandi og núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Kannski eru þær fyrsti vísir að því sem koma skal á þingi. Það er alltént miklu líklegra til að treysta virðingu Alþingis og bæta umræðuhefðina að stjórn og stjórnarandstaða vinni saman, en að þingmenn standi upp á endann í ræðustóli heilu næturnar, lesi upp úr skýrslum og vitni í kveðskap. Siv bendir réttilega á að málþóf sé hvergi stundað í nágrannalöndum okkar. Það getur verið forvitnilegt að bera saman hvernig mismunandi þjóðþing fjalla um sama mál. Þegar EFTA-ríkin fjölluðu um EES-samninginn árið 1992, stóð umræðan á Alþingi hátt í fimm mánuði með hléum og málið var rætt í yfir hundrað klukkustundir. Samningurinn var ræddur í alls átta klukkustundir á austurríska þinginu og fjórtán og hálfan klukkutíma á því sænska. Umræður stóðu í tvo daga á norska þinginu og svissneska þingið afgreiddi samninginn á þremur vikum. Í finnska þinginu tók afgreiðsla málsins alls þrjá daga. Í greinargerð Sivjar segir að enginn stjórnmálaflokkur sé saklaus af málþófinu á þingi. Það er raunar svo, að við stjórnarskipti er eins og minni þingmanna á eigin orð þurrkist út. Þingmenn sem áður gagnrýndu stjórnarandstöðuna harðlega fyrir málþóf grípa til þess sjálfir um leið og þeir komast í stjórnarandstöðu og skamma stjórnina fyrir nákvæmlega sömu vinnubrögð og þeir ástunduðu sjálfir í stjórn. Og öfugt. Hvernig væri nú að stjórnarandstaðan rifjaði upp hvernig var að vera í stjórn, stjórnarliðið græfi upp gamlar minningar frá stjórnarandstöðuárunum og svo kæmu allir sér saman um skynsamlegri og skilvirkari vinnubrögð á Alþingi?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun