Umfjöllun: Bæði lið fögnuðu á Ásvöllum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 8. apríl 2010 22:22 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Mynd/Stefán Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í kvöld en þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til að fagna því Akureyringar sigruðu Hauka og tryggðu sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Akureyrar, 30-34. Heimamenn byrjuðu vel með Aron Rafn Eðvarðsson í stuði í markinu. Haukaliðið virtist miklu tilbúnara í verkefnið en gestirnir að norðan. Haukar fóru auðveldlega í gegnum þunna vörn Akureyringa og komu sér strax í þægilega stöðu. Akureyringar virkuðu slappir og þreyttir eða hreinlega bara ekki tilbúnir í slaginn. Árni Þór Sigtryggsson og Heimir Örn Árnason voru duglegir að skjóta á markið en áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá þeim Aroni Rafni Eðvarðssyni og Stefáni Stefánssyni sem að vörðu með tilþrifum í marki Hauka. Staðan var 16-10 í hálfleik og Akureyringar ólíklegir til að breyta gangi mála. Það kom þó smá neisti með Akureyringum út á völlinn í síðari hálfleik. Þeir voru miklu ákveðnari og greinilega fengu smá trú á verkefninu er þeir ræddu saman í búningsklefanum. Í kjölfarið fóru heimamenn að missa sjálfstraustið og norðanmenn gengu á lagið. Jónatan Þór Magnússon vaknaði til lífsins og raðaði inn mörkum. Það gaf liðinu enn meira sjálfstraust og eftir aðeins níu mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn, 20-20. Allt gat gerst og loksins spenna komin í leikinn á Ásvöllum. Það voru margir lykilmenn Hauka hvíldir í kvöld og það virtist setja strik í reikninginn. Gestirnir tóku leikinn í sínar hendur og ætluðu greinilega að tryggja sér síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Það var líkt og nýtt lið væri inn á vellinum. Akureyri var með fjögurra marka forystu er fimm mínútur voru eftir. Spiluðu góða vörn og voru vel skipulagðir. Það tryggði þeim mikilvægan sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni. Árni Þór Sigtryggson fór mikinn í liði gestana og skoraði 10 mörk. Jónatan Þór Magnússon spilað i vel í síðari hálfleik og það munaði um minna. Stemningin sem kom út með liðinu í seinni hálfleik skilaði sér að lokum og gátu þeir farið brosandi norður á land með tryggt sæti í úrslitakeppninni sem framundan er.Haukar-Akureyri 30-34 (16-10) Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 7 (11), Stefán Rafn Sigurmannssson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Pétur Pálsson 4 (5), Gísli Jón Þórisson 4 (8), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (6/3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 skot varin. Stefán Huldar Stefánsson 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Stefán, Þórður) Fiskuð víti: 3 (Heimir 2, Þórður,) Utan vallar: 6 min. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (15), Jónatan Þór Magnússon 7/1 (10/2), Oddur Gretarsson 6/1 (8/2), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (6), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 skot varin. Hraðaupphlaup: 6 (Árni Þór 3, Rúnar, Hörður 2) Fiskuð víti: 4 ( Oddur 2, Guðlaugur, Hörður) Utan vallar: 6 min. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, áttu fínan dag. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í kvöld en þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til að fagna því Akureyringar sigruðu Hauka og tryggðu sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Akureyrar, 30-34. Heimamenn byrjuðu vel með Aron Rafn Eðvarðsson í stuði í markinu. Haukaliðið virtist miklu tilbúnara í verkefnið en gestirnir að norðan. Haukar fóru auðveldlega í gegnum þunna vörn Akureyringa og komu sér strax í þægilega stöðu. Akureyringar virkuðu slappir og þreyttir eða hreinlega bara ekki tilbúnir í slaginn. Árni Þór Sigtryggsson og Heimir Örn Árnason voru duglegir að skjóta á markið en áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá þeim Aroni Rafni Eðvarðssyni og Stefáni Stefánssyni sem að vörðu með tilþrifum í marki Hauka. Staðan var 16-10 í hálfleik og Akureyringar ólíklegir til að breyta gangi mála. Það kom þó smá neisti með Akureyringum út á völlinn í síðari hálfleik. Þeir voru miklu ákveðnari og greinilega fengu smá trú á verkefninu er þeir ræddu saman í búningsklefanum. Í kjölfarið fóru heimamenn að missa sjálfstraustið og norðanmenn gengu á lagið. Jónatan Þór Magnússon vaknaði til lífsins og raðaði inn mörkum. Það gaf liðinu enn meira sjálfstraust og eftir aðeins níu mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn, 20-20. Allt gat gerst og loksins spenna komin í leikinn á Ásvöllum. Það voru margir lykilmenn Hauka hvíldir í kvöld og það virtist setja strik í reikninginn. Gestirnir tóku leikinn í sínar hendur og ætluðu greinilega að tryggja sér síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Það var líkt og nýtt lið væri inn á vellinum. Akureyri var með fjögurra marka forystu er fimm mínútur voru eftir. Spiluðu góða vörn og voru vel skipulagðir. Það tryggði þeim mikilvægan sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni. Árni Þór Sigtryggson fór mikinn í liði gestana og skoraði 10 mörk. Jónatan Þór Magnússon spilað i vel í síðari hálfleik og það munaði um minna. Stemningin sem kom út með liðinu í seinni hálfleik skilaði sér að lokum og gátu þeir farið brosandi norður á land með tryggt sæti í úrslitakeppninni sem framundan er.Haukar-Akureyri 30-34 (16-10) Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 7 (11), Stefán Rafn Sigurmannssson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Pétur Pálsson 4 (5), Gísli Jón Þórisson 4 (8), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (6/3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 skot varin. Stefán Huldar Stefánsson 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Stefán, Þórður) Fiskuð víti: 3 (Heimir 2, Þórður,) Utan vallar: 6 min. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (15), Jónatan Þór Magnússon 7/1 (10/2), Oddur Gretarsson 6/1 (8/2), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (6), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 skot varin. Hraðaupphlaup: 6 (Árni Þór 3, Rúnar, Hörður 2) Fiskuð víti: 4 ( Oddur 2, Guðlaugur, Hörður) Utan vallar: 6 min. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, áttu fínan dag.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira