Valskonan Dagný Brynjarsdóttir varð langmarkahæst í Reykjavíkurmóti kvenna sem lauk með öruggum sigri Valskvenna um helgina. Dagný skoraði 9 mörk í fjórum leikjum Hlíðarendaliðsins eða fimm mörkum meira en þær næstu á listanum.
Frammistaða Dagnýjar fór ekki framhjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, landsliðsþjálfarar, því hann valdi hana í morgun í hópinn sem fer á Algarve-bikarinn í Portúgal seinna í þessum mánuði.
Dagný sem verður 19 ára á þessu ári skoraði 3 mörk í 17 leikjum í Pepsi deild kvenna síðasta sumar en í Reykjavíkurmótinu fyrir ári síðan þá var hún með 1 mark í 4 leikjum.
Markahæstar á Reykjavíkurmótinu 2010:
Dagný Brynjarsdóttir Val 9
Björk Gunnarsdóttir, Val 4
Laufey Björnsdóttir Fylki 4
Ruth Þórðar Þórðardóttir Fylki 4
Fjóla Dröfn Friðriksdóttir KR 3
Anna Sigurðardóttir, Fylki 3
Mörk Dagnýjar í fjórum leikjum Valsliðsins:
10-0 sigur á Þrótti
Þrjú mörk á 42., 54. og 90.+1 mínútu
6-0 sigur á KR
Skoraði ekki
8-0 sigur á HK/Víkingi
Fjögur mörk á 5., 15., 32. og 49. mínútu
4-0 sigur á Fylki
Tvö mörk á 36. og 90. mínútu