Dúndurfréttir bjóða dýrari Zeppelin-týpuna 1. maí 2010 20:00 Hljómsveitin Dúndurfréttir spilar lög Zeppelin 22. júní, nákvæmlega fjörutíu árum eftir að sveitin spilaði í Laugardalshöll. Fréttablaðið/Anton Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur Led Zeppelin-tónleika í Reykjavík 22. júní, eða nákvæmlega fjörutíu árum eftir að þessi víðfræga rokksveit spilaði í Laugardalshöll á Listahátíð í Reykjavík. Tveimur dögum síðar eru fyrirhugaðir sams konar tónleikar á Græna hattinum á Akureyri. „Þessi hugmynd kom upp á síðasta ári og við ákváðum bara að kýla á það," segir söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, söngvari í Dúndurfréttum. Hann tengist upphaflegu Zeppelin-tónleikunum á sérstæðan hátt því pabbi hans sá þá í Höllinni og mamma hans var síðan flugfreyja þegar rokkararnir flugu heim á leið. Óvíst er hvar tónleikarnir verða haldnir en ólíklegt er að þeir verði í Laugardalshöllinni. „En það verður örugglega aðeins meiri ljósasýning hjá okkur. Það var sumar úti og bjart þetta kvöld. Þetta var eins mikill skolleitur íslenskur raunveruleiki og þú getur hugsað þér," segir Pétur Örn. Dúndurfréttir hafa undanfarin fimmtán ár spilað lög eftir sveitir á borð við Led Zeppelin, Deep Purple og Pink Floyd við góðar undirtektir. Spurður hvort Dúndurfréttir muni spila nákvæmlega sömu lög og Zeppelin gerði í Höllinni efast Pétur um það. „Það væri gaman að taka eitthvað af þeim en þeir tóku 25 mínútna útgáfu af Dazed and Confused sem ég stórefa að við munum taka," segir hann. „Þetta verða samt pottþétt lög og við erum með ýmislegt í bígerð. Við ætlum að grípa til dýrari týpunnar ef svo má að orði komast." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur Led Zeppelin-tónleika í Reykjavík 22. júní, eða nákvæmlega fjörutíu árum eftir að þessi víðfræga rokksveit spilaði í Laugardalshöll á Listahátíð í Reykjavík. Tveimur dögum síðar eru fyrirhugaðir sams konar tónleikar á Græna hattinum á Akureyri. „Þessi hugmynd kom upp á síðasta ári og við ákváðum bara að kýla á það," segir söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, söngvari í Dúndurfréttum. Hann tengist upphaflegu Zeppelin-tónleikunum á sérstæðan hátt því pabbi hans sá þá í Höllinni og mamma hans var síðan flugfreyja þegar rokkararnir flugu heim á leið. Óvíst er hvar tónleikarnir verða haldnir en ólíklegt er að þeir verði í Laugardalshöllinni. „En það verður örugglega aðeins meiri ljósasýning hjá okkur. Það var sumar úti og bjart þetta kvöld. Þetta var eins mikill skolleitur íslenskur raunveruleiki og þú getur hugsað þér," segir Pétur Örn. Dúndurfréttir hafa undanfarin fimmtán ár spilað lög eftir sveitir á borð við Led Zeppelin, Deep Purple og Pink Floyd við góðar undirtektir. Spurður hvort Dúndurfréttir muni spila nákvæmlega sömu lög og Zeppelin gerði í Höllinni efast Pétur um það. „Það væri gaman að taka eitthvað af þeim en þeir tóku 25 mínútna útgáfu af Dazed and Confused sem ég stórefa að við munum taka," segir hann. „Þetta verða samt pottþétt lög og við erum með ýmislegt í bígerð. Við ætlum að grípa til dýrari týpunnar ef svo má að orði komast." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira