Handbolti

Valskonur deildarmeistarar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valur hefur tryggt sér toppsætið.
Valur hefur tryggt sér toppsætið.

Kvennalið Vals tryggði sér í dag efsta sætið í N1-deildinni með því að bursta HK 38-19 á útivelli. Valur hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur og Kópavogsliðið var lítil fyrirstaða í dag.

Hildigunnur Einarsdóttir skoraði níu mörk og var markahæst Valskvenna en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var með átta mörk.

Valur er með 42 stig í efsta sæti deildarinnar. Fram er í öðru sæti með 37 stig, fjórum stigum meira en Stjarnan. Fram vann einmitt Garðabæjarliðið 27-23 í dag.

Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fram og Hildur Þorgeirsdóttir sex en Jóna Sigríður Halldórsdóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoruðu mest fyrir Stjörnuna, fimm mörk hvor.

Haukar unnu Þór/KA á Akureyri 35-31 en Hanna G. Stefánsdóttir skoraði ellefu mörk fyrir Hauka. Ekki gekk eins vel hjá hinu Hafnarfjarðarliðinu, FH tapaði fyrir Fylki 24-34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×