Haukar og Valur mætast í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. Haukar eiga bæði markahæsta mann úrslitaeinvígsins sem og þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar og fiskað flest víti.
Sigurbergur Sveinsson hefur skorað 37 mörk í fyrstu fjórum leikjunum eða 9 mörkum fleira en Valsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson.
Haukamaðurinn Elías Már Halldórsson hefur gefið flestar stoðsendingar (14) og félagi hans Pétur Pálsson hefur fiskað flest víti eða 9. Pétur hefur nýtt 16 af 17 skotum sínum í úrslitaeinvíginu sem þýðir skotnýtingu upp á 94 prósent.
Hlynur Morthens, markvörður Vals, hefur hinsvegar varið flest skot eða 7 fleiri en Birkir Ívar Guðmundsson í marki Hauka.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá menn sem hafa verið atkvæðamestir í tölfræðinni í fyrstu fjórum leikjunum einvígisins.
Flest mörk
Sigurbergur Sveinsson, Haukum 37/12 (54% skotnýting)
Arnór Þór Gunnarsson, Val 28/14 (58%)
Fannar Þór Friðgeirsson, Val 27/4 (49%)
Sigurður Eggertsson, Val 18 (44%)
Björgvin Þór Hólmgeirsson, Haukum 17 (40%)
Pétur Pálsson, Haukum 16 (94%)
Flest varin skot
Hlynur Morthens, Val 67/0 (43% hlutfallvarsla)
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum 60/2 (41%)
Aron Eðvarðsson, Haukum 9 (39%)
Ingvar Guðmundsson, Val 6/3 (32%)
Flestar stoðsendingar
Elías Már Halldórsson, Haukum 14
Sigurbergur Sveinsson, Haukum 13
Sigfús Páll Sigfússon, Val 13
Fannar Þór Friðgeirsson, Val 11
Sigurður Eggertsson, Val 11
Björgvin Þór Hólmgeirsson, Haukum 9
Flest fiskuð víti
Pétur Pálsson, Haukum 9
Fannar Þór Friðgeirsson, Val 4
Ingvar Árnason, Val 4
Sigurbergur Sveinsson, Haukum 3
Sigfús Páll Sigfússon, Val 3
Sigurður Eggertsson, Val 3
Flest hraðaupphlaupsmörk
Freyr Brynjarsson, Haukum 5
Fannar Þór Friðgeirsson, Val 5
Pétur Pálsson, Haukum 4
Sigurbergur Sveinsson, Haukum 3
Flestir fiskaðir brottrekstrar
Fannar Þór Friðgeirsson, Val 9
Pétur Pálsson, Haukum 5
Sigurður Eggertsson, Val 4
Flestir brottrekstrar
Ingvar Árnason, Val 7
Freyr Brynjarsson, Haukum 5
Gunnar Berg Viktorsson, Haukum 4
Fannar Þór Friðgeirsson, Val 3
Elías Már Halldórsson, Haukum 3
Flest varin skot í vörn
Gunnar Berg Viktorsson, Haukum 4
Sigurbergur Sveinsson, Haukum 4
Ingvar Árnason, Val 4
Einar Örn Jónsson, Haukum 3
Orri Freyr Gíslason, Val 3