Bæði karla- og kvennalandsliðið í golfi munu leika í C-riðli á EM áhugamanna.
Karlaliðið hafnaði í 18. sæti en liðið var einnig í 18. sæti í gær. Hlynur Geir Hjartarson, Kristján Þór Einarsson og Alfreð Brynjar Kristinsson léku allir á 77 höggum í dag.
Axel Bóasson, Ólafur Björn Loftsson og Sigmundur Einar Másson léku á 78 höggum.
Nína Björk Geirsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir léku best hjá stelpunum í dag eða á 73 höggum.
Riðlakeppnin hefst síðan á morgun og verður leikinn einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar.