Umfjöllun: Nýliðarnir lítil fyrirstaða fyrir meistaraefnin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2010 20:55 Ólafur Guðmundsson og FH-ingar byrja á sigri. FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira