Dior notar vatn úr Ölfusinu í snyrtivörur 9. nóvember 2010 05:00 Verðmætur sopi Jón Ólafsson var öskutepptur í París í Eyjafjallagosinu í apríl og ræddi þá við forsvarsmenn tískuhússins Christian Dior.Fréttablaðið/vilhelm Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. Dior áætlar að kaupa allt að áttatíu tonn af vatni árlega sem notað verður við framleiðslu á kreminu, að því er segir í opinberri tilkynningu sem birt verður í vikunni. Kremið heitir Dior Snow og er fyrir þá sem vilja lýsa upp húð sína. Prufuútgáfur með íslenska vatninu koma á markað í kringum áramótin. Markaðssetning um heim allan er fyrirhuguð árið 2012 með áherslu á Kína og önnur Asíuríki. Jón Ólafsson, forstjóri og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, segir þetta gríðarlega mikilvægan samning, bæði fyrir ímynd Íslands og fyrirtækið. Erfitt sé að verðleggja hann. Hann bendir á að verðmæti samningsins liggi ekki síst í því að á hverri krukku og hverjum pakka sem geymi kremið komi fram að notað sé vatn Icelandic Glacial. Þetta er fyrsta skiptið sem Christian Dior notar vörumerki annars fyrirtækis á vörum sínum. Jón segir samstarf tískuhússins og Icelandic Water Holdings að nokkru leyti gosinu í Eyjafjallajökli í vor að þakka. Gosið varð til þess að flugsamgöngur röskuðust verulega í Evrópu í apríl en Jón varð flugtepptur í nokkra daga í París, heimaborg Dior. Hann nýtti ferðina vel, fundaði með bæði Bernard Hennet, forstjóra módelskrifstofunnar Elite, og forsvarsmönnum Christian Dior, sem voru að leita að vatni fyrir snyrtivörulínu sem þeir höfðu í hyggju að setja á markað. „Þeir skoðuðu allt það vatn sem hægt er að nota í heiminum og komust að þeirri niðurstöðu að okkar vatn væri best. Síðan óskuðu þeir eftir viðræðum við okkur. Þetta er gífurleg viðurkenning," segir Jón og spáir því að samningurinn muni hafa góð áhrif á sölu átappaðs vatns undir merkjum Icelandic Glacial í Kína í kjölfarið. Vatnið kemur þar á markað eftir áramótin. jonab@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Franska snyrti- og tískuvörufyrirtækið Christian Dior hefur samið við fyrirtækið Icelandic Water Holdings um að nota lindarvatn úr Ölfusinu í krem sem kemur á markað í kringum áramótin. Vatninu er tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Water Holdings við Þorlákshöfn og selt um heim allan undir merkjum Icelandic Glacial. Dior áætlar að kaupa allt að áttatíu tonn af vatni árlega sem notað verður við framleiðslu á kreminu, að því er segir í opinberri tilkynningu sem birt verður í vikunni. Kremið heitir Dior Snow og er fyrir þá sem vilja lýsa upp húð sína. Prufuútgáfur með íslenska vatninu koma á markað í kringum áramótin. Markaðssetning um heim allan er fyrirhuguð árið 2012 með áherslu á Kína og önnur Asíuríki. Jón Ólafsson, forstjóri og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, segir þetta gríðarlega mikilvægan samning, bæði fyrir ímynd Íslands og fyrirtækið. Erfitt sé að verðleggja hann. Hann bendir á að verðmæti samningsins liggi ekki síst í því að á hverri krukku og hverjum pakka sem geymi kremið komi fram að notað sé vatn Icelandic Glacial. Þetta er fyrsta skiptið sem Christian Dior notar vörumerki annars fyrirtækis á vörum sínum. Jón segir samstarf tískuhússins og Icelandic Water Holdings að nokkru leyti gosinu í Eyjafjallajökli í vor að þakka. Gosið varð til þess að flugsamgöngur röskuðust verulega í Evrópu í apríl en Jón varð flugtepptur í nokkra daga í París, heimaborg Dior. Hann nýtti ferðina vel, fundaði með bæði Bernard Hennet, forstjóra módelskrifstofunnar Elite, og forsvarsmönnum Christian Dior, sem voru að leita að vatni fyrir snyrtivörulínu sem þeir höfðu í hyggju að setja á markað. „Þeir skoðuðu allt það vatn sem hægt er að nota í heiminum og komust að þeirri niðurstöðu að okkar vatn væri best. Síðan óskuðu þeir eftir viðræðum við okkur. Þetta er gífurleg viðurkenning," segir Jón og spáir því að samningurinn muni hafa góð áhrif á sölu átappaðs vatns undir merkjum Icelandic Glacial í Kína í kjölfarið. Vatnið kemur þar á markað eftir áramótin. jonab@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira