Á heima á síðum Vogue 11. nóvember 2010 10:48 Katrín Ósk og Eva Katrín vöktu óskipta athygli. „Þetta var algjör draumur og yndisleg upplifun," segir Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, meistaranemi í hárgreiðslu, en hún vann til silfurverðlauna í lokakeppni Wella Trend Vision-keppninnar sem fram fór í París nú um helgina. Katrín keppti við hárgreiðslufólk frá 46 þjóðlöndum. „Þetta þykir mikill heiður. Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Keppnin sjálf var svo miklu stærri en ég átti von á og allt mjög vel skipulagt." Katrín sótti innblástur í íslenska náttúru í útfærslu sinni. Liturinn og greiðslan á hári módelsins, Evu Katrínar Baldursdóttur, minnti á logandi hraun og kjóllinn á hvítar snjóbreiður. „Ég var með Eyjafjallajökul og Vatnajökul í huga. Kjóllinn er gamall brúðarkjóll sem ég keypti í vintage-verslun í Reykjavík. Ég sá einnig sjálf um förðun Evu sem var óvenjulegt en nánast allir keppendurnir voru með förðunarfræðing með sér," segir Katrín en þær stöllur vöktu óskipta athygli. „Við fengum nánast engan frið. Allir vildu taka myndir og urðu hissa að heyra að við værum frá Íslandi, bjuggust kannski ekki við að við værum mjög „trendy" hér," segir Katrín hlæjandi en hún fékk oft að heyra að útfærsla hennar ætti heima á forsíðum fagtímarita eins og Vogue. „Við vorum kallaðar „Wonderland" eða Undralandið, hárið þótti svo nýtískulegt." „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltaliðsins á Ólympíuleikunum,“ segir Ásgeir Sveinsson, umboðsaðili Wella á Íslandi. „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum, þetta er það stór og mikilvæg keppni," útskýrir Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar sem fer með umboð Wella á Íslandi. „Keppnin hefur meðal annars verið valin „Event of the year" af virtum tískublöðum eins og Vogue og það blað kennir sig ekki við allt. Katrín vann faglega og stóð sig svo frábærlega vel að það kom mörgum á óvart að hún skyldi ekki ná fyrsta sætinu." Dómarar í keppninni voru Eugene Souleiman, listrænn stjórnandi hjá Wella Professionals, Cyrill Brune, aðalstílisti hjá Wella Professionals, Olivier van Doorne, forseti dómnefndar og listrænn stjórnandi, og Rita Balestriero frá ritstjórn Vogue. Eins giltu atkvæði áhorfenda 20 prósent. Þrátt fyrir að hafa náð einum glæsilegasta árangri íslenskra þátttakenda í hárgreiðslukeppni af þessari stærðargráðu er Katrín með báða fætur á jörðinni. „Já já, ég fer ekkert á flug, held bara áfram að veita mínum viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Ég er bara rosalega ánægð með að hafa náð þessum árangri." Á heimasíðu Wella má horfa á myndskeið frá keppninni. heida@frettabladid.is Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þetta var algjör draumur og yndisleg upplifun," segir Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, meistaranemi í hárgreiðslu, en hún vann til silfurverðlauna í lokakeppni Wella Trend Vision-keppninnar sem fram fór í París nú um helgina. Katrín keppti við hárgreiðslufólk frá 46 þjóðlöndum. „Þetta þykir mikill heiður. Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Keppnin sjálf var svo miklu stærri en ég átti von á og allt mjög vel skipulagt." Katrín sótti innblástur í íslenska náttúru í útfærslu sinni. Liturinn og greiðslan á hári módelsins, Evu Katrínar Baldursdóttur, minnti á logandi hraun og kjóllinn á hvítar snjóbreiður. „Ég var með Eyjafjallajökul og Vatnajökul í huga. Kjóllinn er gamall brúðarkjóll sem ég keypti í vintage-verslun í Reykjavík. Ég sá einnig sjálf um förðun Evu sem var óvenjulegt en nánast allir keppendurnir voru með förðunarfræðing með sér," segir Katrín en þær stöllur vöktu óskipta athygli. „Við fengum nánast engan frið. Allir vildu taka myndir og urðu hissa að heyra að við værum frá Íslandi, bjuggust kannski ekki við að við værum mjög „trendy" hér," segir Katrín hlæjandi en hún fékk oft að heyra að útfærsla hennar ætti heima á forsíðum fagtímarita eins og Vogue. „Við vorum kallaðar „Wonderland" eða Undralandið, hárið þótti svo nýtískulegt." „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltaliðsins á Ólympíuleikunum,“ segir Ásgeir Sveinsson, umboðsaðili Wella á Íslandi. „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum, þetta er það stór og mikilvæg keppni," útskýrir Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar sem fer með umboð Wella á Íslandi. „Keppnin hefur meðal annars verið valin „Event of the year" af virtum tískublöðum eins og Vogue og það blað kennir sig ekki við allt. Katrín vann faglega og stóð sig svo frábærlega vel að það kom mörgum á óvart að hún skyldi ekki ná fyrsta sætinu." Dómarar í keppninni voru Eugene Souleiman, listrænn stjórnandi hjá Wella Professionals, Cyrill Brune, aðalstílisti hjá Wella Professionals, Olivier van Doorne, forseti dómnefndar og listrænn stjórnandi, og Rita Balestriero frá ritstjórn Vogue. Eins giltu atkvæði áhorfenda 20 prósent. Þrátt fyrir að hafa náð einum glæsilegasta árangri íslenskra þátttakenda í hárgreiðslukeppni af þessari stærðargráðu er Katrín með báða fætur á jörðinni. „Já já, ég fer ekkert á flug, held bara áfram að veita mínum viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Ég er bara rosalega ánægð með að hafa náð þessum árangri." Á heimasíðu Wella má horfa á myndskeið frá keppninni. heida@frettabladid.is
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira