Orri Freyr Gíslason fékk það hlutverk að gulltryggja Valsmönnum sigurinn gegn Haukum í kvöld með marki á lokasekúndunum í framlengdum leik.
Valur vann leikinn, 32-30, og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í 2-2.
Orri fékk opið færi á lokasekúndunum og kláraði það örugglega. „Ég var reyndar afar stressaður því ég var varla búinn að grípa boltann allan leikinn. Það var því mjög ljúft að sjá hann í netinu," sagði hann og hló.
„Ég var líka alveg brjálaður fyrir leikinn að hafa ekki fengið að byrja inn á. Gamli kallinn [Sigfús Sigurðsson] var valinn fram fyrir mig og ég vildi því fá að svara því," hélt hann áfram í léttum dúr.
„Nú erum við í sigurvímu og þeir [Haukar] eru sjálfsagt mjög hungraðir eftir að hafa tapað þessum leik. Við þurfum því að mæta mjög grimmmir til leiks í oddaleiknum á laugardaginn. Þótt við unnum þennan leik þá þýðir það ekki að við vinnum þann næsta líka."
Haukar unnu mjög sannfærandi sigur á Val í síðasta leik liðanna á Ásvöllum. „Við vorum alveg rosalega lélegir þá. Varnarleikurinn var mjög slakur og sóknarleikurinn tilviljunarkenndur. Þetta gat því ekki annað orðið betra í dag og það var mjög jákvætt hvernig við náðum að svara fyrir okkur í þessum leik."
Orri Freyr: Var mjög stressaður
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

