Kristján Finnbogason, fyrrum markvörður KR, hefur ákveðið að taka slaginn með Gróttu í 1. deildinni næsta sumar. Kristján skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag.
Kristján stóð sig frábærlega með Gróttu síðasta sumar er liðið tryggði sér þáttökurétt í 1. deild. Hann var meðal annars valinn markvörður ársins í 2. deildinni.
Eitthvað hefur verið slúðrað um það að KR kynni að leita aftur á náðir hans til þess að leysa markvarðavandamál félagsins en nú er endanlega ljóst að ekkert verður af slíku.