Handbolti

Umfjöllun: Lífsnauðsynlegur sigur Fram gegn Gróttu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Frábær varnarleikur og mögnuð  markvarsla Magnúsar Erlendssonar skiluðu öruggum sigri Framara gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld. Framarar mættu tilbúnir í verkefnið, voru klárlega betra liðið og unnu verðskuldaðan sigur 26-22.

Fram var með þriggja marka forystu í hálfleik. Lykilmenn Gróttu voru lengi í gang og ekki sami neisti í liðinu og hefur verið að undanförnu. Sóknarleikur Gróttu í kvöld virkaði tilviljanakenndur gegn öflugri vörn Framliðsins.

Safamýrarliðið var mun beittara í öllum sínum aðgerðum og í markinu fór Magnús á kostum, varði alls 27 skot.

Fram er í næst neðsta sæti fyrir lokaumferðina sem verður á fimmtudag. Liðið er með þrettán stig, einu stigi minna en Grótta en tveimur stigum meira en Stjarnan. Fram mætir Stjörnunni á fimmtudag í  úrslitaleik um fall.

Á sama tíma leikur Grótta við Val og þarf að ná í stig þar til að vera með öruggt sæti í N1-deild karla fyrir næsta tímabil.

Grótta-Fram 22-26 (10-13)

Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 7/3 (14/4), Hjalti Þór Pálmason 5/1 (11/1), Viggó Kristjánsson 3 (6), Jón Karl Björnsson 2/0 (3/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (3), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Matthías Árni Ingimarsson 1 (2), Arnar Freyr Theodórsson 0 (1)

Varin skot: Gísli Guðmundsson 18

Hraðaupphlaup: 4 (Viggó 2, Anton, Ægir)

Fiskuð víti: 6 (Hjalti 2, Jón Karl, Matthías. Ægir, Anton)

Utan vallar: 8 mín.

Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 6/3 (10/3), Andri Berg Haraldsson 6 (10), Haraldur Þorvarðarson 4 (8), Stefán Stefánsson 3 (4), Róbert Aron Hostert 3 (6), Guðjón Drengsson 2 (2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (3), Daníel Berg Gretarsson 0 (2).

Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 27/1, Sigurður Örn Arnarson 1/1

Hraðaupphlaup: 3 (Andri, Stefán, Guðjón)

Fiskuð víti: 3 (Einar, Haraldur, Guðjón)

Utan vallar: 14 mín.

Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, daprir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×