Eitraður kaleikur Ólafur Stephensen skrifar 1. október 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, líktu báðir þeim ákvörðunum, sem Alþingi þurfti að taka um mál fyrrverandi ráðherra, við beizkan kaleik. Báðir töldu þeir að bergja yrði þann kaleik í botn. Nú hefur komið í ljós að kaleikurinn var meira en beizkur. Hann hefur eitrað pólitíkina enn meira en orðið var, með lítt eftirsóknarverðum afleiðingum fyrir land og þjóð. Það blasir til að mynda við að gjáin á milli flokkanna yzt til vinstri og hægri, VG og Sjálfstæðisflokksins, hefur enn dýpkað. Geir H. Haarde fór ekki í grafgötur um það eftir að ákvörðun Alþingis lá fyrir, hver hefði stjórnað „ofstækisöflunum" í þinginu sem vildu ákæra ráðherrana fyrrverandi. Það hefði verið Steingrímur J. Sigfússon. Líklega verður nú bið á því að Steingrímur bjóði formanni Sjálfstæðisflokksins í sumarbústað tengdó að ræða samstarf af nokkru tagi. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem stundum hefur verið viðrað að undanförnu vegna þess hvað núverandi ríkisstjórn hefur gengið illa að koma mikilvægum málum fram, er sömuleiðis orðið mun fjarlægari möguleiki. Gagnlegast er að grípa til Vídalínspostillu til að finna lýsingar við hæfi á reiði sjálfstæðismanna út í þann hluta þingflokks Samfylkingarinnar, sem réði úrslitum um ákæruna á hendur Geir. Úrslit landsdómsmálsins hafa grynnkað mjög á því góða milli flokkanna sem sátu lengst af við völd á meðan bankakerfið varð að óviðráðanlegu skrímsli, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru líka afmyndaðir af reiði út í framsóknarmennina sem greiddu atkvæði með málshöfðun, ekki sízt Siv Friðleifsdóttur sem sat í síðustu stjórn þessara flokka og getur eins og aðrir framsóknarráðherrar prísað sig sæla yfir reglum um fyrningu brota á ráðherraábyrgð, þannig að þeir komu aldrei til umræðu í landsdómsmálinu. Á sundurþykkju stjórnarflokkanna var varla bætandi, en nú hefur niðurstaðan í landsdómsmálinu líka eitrað stjórnarsamstarfið meira en orðið var. Vinstri grænum finnst samfylkingarfólkið sem ekki vildi ákæra vera aumingjar og samfylkingarfólkinu sem vildi verja flokkssystkin sín finnst VG vera öfgamenn upp til hópa. Atli Gíslason barmaði sér yfir því í Fréttablaðinu í gær að hin gagnmerka skýrsla, sem þingmannanefnd hans vann um það hvað betur mætti fara í stjórnmálum, stjórnsýslu og löggjöf, hefði fallið í skuggann af málshöfðunartillögunni. Það er alveg rétt, en er nú samt aðallega einum manni að kenna; Atla Gíslasyni, sem þrátt fyrir ótal aðvörunarorð kaus að fara frekar fram með umdeilda tillögu sem sundraði þingheimi en að leitast við að leggja áherzlu á það sem samstaða var um og horfa fram á veg. Við þessar aðstæður virðist dálítið sérkennilegt að pólitíkusar úr ýmsum flokkum séu farnir að tala um kosningar. Hverjir eiga að vinna saman eftir þær kosningar? Hvar er nægilegt traust? Vona menn kannski að fram komi nýir flokkar, sem skeri þá gömlu niður úr snörunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, líktu báðir þeim ákvörðunum, sem Alþingi þurfti að taka um mál fyrrverandi ráðherra, við beizkan kaleik. Báðir töldu þeir að bergja yrði þann kaleik í botn. Nú hefur komið í ljós að kaleikurinn var meira en beizkur. Hann hefur eitrað pólitíkina enn meira en orðið var, með lítt eftirsóknarverðum afleiðingum fyrir land og þjóð. Það blasir til að mynda við að gjáin á milli flokkanna yzt til vinstri og hægri, VG og Sjálfstæðisflokksins, hefur enn dýpkað. Geir H. Haarde fór ekki í grafgötur um það eftir að ákvörðun Alþingis lá fyrir, hver hefði stjórnað „ofstækisöflunum" í þinginu sem vildu ákæra ráðherrana fyrrverandi. Það hefði verið Steingrímur J. Sigfússon. Líklega verður nú bið á því að Steingrímur bjóði formanni Sjálfstæðisflokksins í sumarbústað tengdó að ræða samstarf af nokkru tagi. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem stundum hefur verið viðrað að undanförnu vegna þess hvað núverandi ríkisstjórn hefur gengið illa að koma mikilvægum málum fram, er sömuleiðis orðið mun fjarlægari möguleiki. Gagnlegast er að grípa til Vídalínspostillu til að finna lýsingar við hæfi á reiði sjálfstæðismanna út í þann hluta þingflokks Samfylkingarinnar, sem réði úrslitum um ákæruna á hendur Geir. Úrslit landsdómsmálsins hafa grynnkað mjög á því góða milli flokkanna sem sátu lengst af við völd á meðan bankakerfið varð að óviðráðanlegu skrímsli, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru líka afmyndaðir af reiði út í framsóknarmennina sem greiddu atkvæði með málshöfðun, ekki sízt Siv Friðleifsdóttur sem sat í síðustu stjórn þessara flokka og getur eins og aðrir framsóknarráðherrar prísað sig sæla yfir reglum um fyrningu brota á ráðherraábyrgð, þannig að þeir komu aldrei til umræðu í landsdómsmálinu. Á sundurþykkju stjórnarflokkanna var varla bætandi, en nú hefur niðurstaðan í landsdómsmálinu líka eitrað stjórnarsamstarfið meira en orðið var. Vinstri grænum finnst samfylkingarfólkið sem ekki vildi ákæra vera aumingjar og samfylkingarfólkinu sem vildi verja flokkssystkin sín finnst VG vera öfgamenn upp til hópa. Atli Gíslason barmaði sér yfir því í Fréttablaðinu í gær að hin gagnmerka skýrsla, sem þingmannanefnd hans vann um það hvað betur mætti fara í stjórnmálum, stjórnsýslu og löggjöf, hefði fallið í skuggann af málshöfðunartillögunni. Það er alveg rétt, en er nú samt aðallega einum manni að kenna; Atla Gíslasyni, sem þrátt fyrir ótal aðvörunarorð kaus að fara frekar fram með umdeilda tillögu sem sundraði þingheimi en að leitast við að leggja áherzlu á það sem samstaða var um og horfa fram á veg. Við þessar aðstæður virðist dálítið sérkennilegt að pólitíkusar úr ýmsum flokkum séu farnir að tala um kosningar. Hverjir eiga að vinna saman eftir þær kosningar? Hvar er nægilegt traust? Vona menn kannski að fram komi nýir flokkar, sem skeri þá gömlu niður úr snörunni?
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun