Svik við málstaðinn? Sverrir Jakobsson skrifar 2. nóvember 2010 06:00 Í kjölfar seinustu alþingiskosninga vorið 2009 mynduðu Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - grænt framboð nýja ríkisstjórn með endurnýjuðum stjórnarsáttmála. Stjórnin gaf út samstarfsyfirlýsingu þar sem stefna hennar í helstu málaflokkum var tíunduð. Á grundvelli hennar endurnýjuðu flokkarnir samstarf sitt. Samstarfsyfirlýsingin var síðan samþykkt í flokksstjórn Samfylkingarinnar „með öllum greiddum atkvæðum" en í flokksráði vinstrigrænna með „þorra atkvæða". Meðal þeirra sem samþykktu stjórnarsamstarf á grundvelli samstarfsyfirlýsingarinnar voru ýmsir þeir sem afhentu undirskriftalista á málþingi vinstri grænna helgina 24.-25. október þar sem skorað er á forystu flokksins „að fylgja stefnu flokksins" varðandi aðild að Evrópusambandinu. Þetta óljósa orðalag kallar á nokkrar vangaveltur þar sem ekki er tekið fram hvað þarf að gera til að þessi hópur telji stefnu flokksins fylgt. Hér er nauðsynlegt að rifja upp hvað segir í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um þetta mál, en á grundvelli hennar kaus þorri trúnaðarmanna VG - sem vel má kalla „grasrót" flokksins, ef það hugtak hefur enn eitthvert gildi - að styðja áframhaldandi aðild flokksins að ríkisstjórn: „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma." Þetta er sú málsmeðferð sem ríkisstjórnin fylgdi í kjölfarið og er enn þá viðhöfð. Hún er núna kölluð „aðlögunarferli" og er það ekki óeðlilegt þar sem Ísland hefur beinlínis sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þetta aðlögunarferli er hins vegar ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í gildi síðan Ísland gekk í evrópska efnahagssvæðið fyrir hartnær tveimur áratugum. Í ferlinu sjálfu felst ekki óafturkræf nálgun við Evrópusambandið sem kemur í veg fyrir að þjóðin geti hafnað aðild að ríkjasambandinu. Það sjáum við af reynslu Noregs, sem tvisvar hefur farið í gegnum slíka aðlögun án þess að landið sé nú hluti af ESB. Það hafa því engar forsendur breyst frá því að VG kaus að setjast í ríkisstjórn með þessa stefnu. Þetta viðurkennir Hjörleifur Guttormsson í grein í Smugunni 26. október og kallar þá ákvörðun „reiðarslag". En hvað með þann þorra flokksstjórnarmanna sem, ólíkt Hjörleifi, studdi stjórnarsamstarf á grundvelli þessarar samstarfslýsingar vorið 2009? Hafa þeir endurskoðað sína afstöðu og vilja nú hætta stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna? Þeirri spurningu verða hundraðmenningar að svara hreinskilnislega, ef ekki sameiginlega þá hver fyrir sig. Forystumenn VG eru jafnbundnir af þeirri samþykkt flokksins, að ganga til stjórnarsamstarfs á grundvelli áðurnefnds samstarfssáttmála, og þeir eru af öðrum stefnumótandi samþykktum flokksins. Það er ekkert vafamál að sá hluti samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem tekur til Evrópusambandsins ber meira mót af stefnu Samfylkingarinnar heldur en stefnu VG. En svo er ekki um alla hluta hennar. Í samstarfsyfirlýsingunni segir t.d. líka: „Umhverfisvernd sem hefur sjálfbæra þróun samfélags og efnahags að leiðarljósi er sá grunnur sem ný atvinnu- og auðlindastefna stjórnarinnar byggir á. Þannig eru tekin mikilvæg skref í átt til hins nýja græna hagkerfis sem skilar jöfnum vexti, og tryggir að ekki sé gengið á höfuðstól auðlindanna." Það er eðlileg krafa helsta flokks umhverfissinna á Íslandi að ríkisstjórnin starfi í anda þeirrar atvinnustefnu sem hún hefur sjálf markað og að aðilar innan hennar vinni hvorki í orði né verki gegn anda samstarfsyfirlýsingarinnar. Annað sem hin velferðarsinnaða ríkisstjórn hefur lofað er að endurskoða húsnæðismál þannig að „fólk í húsnæðisleit eigi valkosti með eignar-, leigu- og búseturéttaríbúðum, hvort sem það þarfnast húsnæðis í fyrsta sinn eða síðar á lífsleiðinni". Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar er því skjal sem vinstrimenn og umhverfissinnar ættu að hafa væntingar til. Vafasamt er að það henti hagsmunum þeirra að grafa undan vægi hennar í stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Í kjölfar seinustu alþingiskosninga vorið 2009 mynduðu Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - grænt framboð nýja ríkisstjórn með endurnýjuðum stjórnarsáttmála. Stjórnin gaf út samstarfsyfirlýsingu þar sem stefna hennar í helstu málaflokkum var tíunduð. Á grundvelli hennar endurnýjuðu flokkarnir samstarf sitt. Samstarfsyfirlýsingin var síðan samþykkt í flokksstjórn Samfylkingarinnar „með öllum greiddum atkvæðum" en í flokksráði vinstrigrænna með „þorra atkvæða". Meðal þeirra sem samþykktu stjórnarsamstarf á grundvelli samstarfsyfirlýsingarinnar voru ýmsir þeir sem afhentu undirskriftalista á málþingi vinstri grænna helgina 24.-25. október þar sem skorað er á forystu flokksins „að fylgja stefnu flokksins" varðandi aðild að Evrópusambandinu. Þetta óljósa orðalag kallar á nokkrar vangaveltur þar sem ekki er tekið fram hvað þarf að gera til að þessi hópur telji stefnu flokksins fylgt. Hér er nauðsynlegt að rifja upp hvað segir í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um þetta mál, en á grundvelli hennar kaus þorri trúnaðarmanna VG - sem vel má kalla „grasrót" flokksins, ef það hugtak hefur enn eitthvert gildi - að styðja áframhaldandi aðild flokksins að ríkisstjórn: „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma." Þetta er sú málsmeðferð sem ríkisstjórnin fylgdi í kjölfarið og er enn þá viðhöfð. Hún er núna kölluð „aðlögunarferli" og er það ekki óeðlilegt þar sem Ísland hefur beinlínis sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þetta aðlögunarferli er hins vegar ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í gildi síðan Ísland gekk í evrópska efnahagssvæðið fyrir hartnær tveimur áratugum. Í ferlinu sjálfu felst ekki óafturkræf nálgun við Evrópusambandið sem kemur í veg fyrir að þjóðin geti hafnað aðild að ríkjasambandinu. Það sjáum við af reynslu Noregs, sem tvisvar hefur farið í gegnum slíka aðlögun án þess að landið sé nú hluti af ESB. Það hafa því engar forsendur breyst frá því að VG kaus að setjast í ríkisstjórn með þessa stefnu. Þetta viðurkennir Hjörleifur Guttormsson í grein í Smugunni 26. október og kallar þá ákvörðun „reiðarslag". En hvað með þann þorra flokksstjórnarmanna sem, ólíkt Hjörleifi, studdi stjórnarsamstarf á grundvelli þessarar samstarfslýsingar vorið 2009? Hafa þeir endurskoðað sína afstöðu og vilja nú hætta stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna? Þeirri spurningu verða hundraðmenningar að svara hreinskilnislega, ef ekki sameiginlega þá hver fyrir sig. Forystumenn VG eru jafnbundnir af þeirri samþykkt flokksins, að ganga til stjórnarsamstarfs á grundvelli áðurnefnds samstarfssáttmála, og þeir eru af öðrum stefnumótandi samþykktum flokksins. Það er ekkert vafamál að sá hluti samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem tekur til Evrópusambandsins ber meira mót af stefnu Samfylkingarinnar heldur en stefnu VG. En svo er ekki um alla hluta hennar. Í samstarfsyfirlýsingunni segir t.d. líka: „Umhverfisvernd sem hefur sjálfbæra þróun samfélags og efnahags að leiðarljósi er sá grunnur sem ný atvinnu- og auðlindastefna stjórnarinnar byggir á. Þannig eru tekin mikilvæg skref í átt til hins nýja græna hagkerfis sem skilar jöfnum vexti, og tryggir að ekki sé gengið á höfuðstól auðlindanna." Það er eðlileg krafa helsta flokks umhverfissinna á Íslandi að ríkisstjórnin starfi í anda þeirrar atvinnustefnu sem hún hefur sjálf markað og að aðilar innan hennar vinni hvorki í orði né verki gegn anda samstarfsyfirlýsingarinnar. Annað sem hin velferðarsinnaða ríkisstjórn hefur lofað er að endurskoða húsnæðismál þannig að „fólk í húsnæðisleit eigi valkosti með eignar-, leigu- og búseturéttaríbúðum, hvort sem það þarfnast húsnæðis í fyrsta sinn eða síðar á lífsleiðinni". Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar er því skjal sem vinstrimenn og umhverfissinnar ættu að hafa væntingar til. Vafasamt er að það henti hagsmunum þeirra að grafa undan vægi hennar í stefnumótun ríkisstjórnarinnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun