Arnór Þór Gunnarsson: Við erum með betra lið en þeir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2010 18:35 Arnór Þór Gunnarsson og Sigfús Sigurðsson. Arnór Þór Gunnarsson innsiglaði 22-20 sigur Valsmanna á Haukum í dag í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og staðan í einvíginu er því 1-1. Markið hans Arnórs var hans sjötta í leiknum en líka fyrsta mark liðsins í rúmar ellefu mínútur og kom í veg fyrir að haukarnir næðu aftur að vinna upp vænlegt forskot Valsliðsins. „Við skoruðum bara tvö mörk síðasta korterið. Þetta var algjört bull aftur hjá okkur og við þurfum aðeins að skoða þetta betur. Ég sagði það líka eftir síðasta leik en það þarf að skoða þetta eitthvað betur. Við unnum núna og það greinilegt að við fórum aðeins betur yfir þetta á síðasta vídeófundi," sagði Arnór sem skoraði örugglega á þessari úrslitastundu í leiknum. „Maður var bara ískaldur og setti hann og þetta var bara ekkert mál," sagði Arnór og hann er fullur sjálfstraust fyrir framhaldið. „Við erum með betra lið en þeir og það er alveg klárt. Við erum með meiri breidd og við erum fljótari. Þeir eru eru með meiri reynslu en við erum ungir og ferskir og ég held að það skili okkur titlinum," sagði Arnór. „Við þurfum bara að halda úti þessari grimmu og orkufreku vörn. Við erum að spila 6:0 núna en vorum í 3:2:1 í byrjun vetrar. Við vorum alltaf orðnir svolítið þreyttir þegar það var korter eftir þá en það er aðeins auðveldara að spila 6:0 vörn. Ef vörnin okkar heldur þá vinnum við þetta því vörnin vinnur titla," sagði Arnór og hann er ánægður með stuðninginn sem liðið er að fá. „Dólgarnir eru geðtrylltir upp í stúku og þeir eru þvílíkt flottir. Fólkið er síðan með okkur í þessu og það er frábært. Valsmenn eiga að fjölmenna á næsta leik á Ásvöllum og styðja okkur til sigurs. Við ætlum að stela sigri þar og vinna svo Íslandsmeistaratitilinn hérna í Vodafone-höllinni. Það er alveg klárt," sagði Arnór að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur tæpur fyrir leik dagsins Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson innsiglaði 22-20 sigur Valsmanna á Haukum í dag í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og staðan í einvíginu er því 1-1. Markið hans Arnórs var hans sjötta í leiknum en líka fyrsta mark liðsins í rúmar ellefu mínútur og kom í veg fyrir að haukarnir næðu aftur að vinna upp vænlegt forskot Valsliðsins. „Við skoruðum bara tvö mörk síðasta korterið. Þetta var algjört bull aftur hjá okkur og við þurfum aðeins að skoða þetta betur. Ég sagði það líka eftir síðasta leik en það þarf að skoða þetta eitthvað betur. Við unnum núna og það greinilegt að við fórum aðeins betur yfir þetta á síðasta vídeófundi," sagði Arnór sem skoraði örugglega á þessari úrslitastundu í leiknum. „Maður var bara ískaldur og setti hann og þetta var bara ekkert mál," sagði Arnór og hann er fullur sjálfstraust fyrir framhaldið. „Við erum með betra lið en þeir og það er alveg klárt. Við erum með meiri breidd og við erum fljótari. Þeir eru eru með meiri reynslu en við erum ungir og ferskir og ég held að það skili okkur titlinum," sagði Arnór. „Við þurfum bara að halda úti þessari grimmu og orkufreku vörn. Við erum að spila 6:0 núna en vorum í 3:2:1 í byrjun vetrar. Við vorum alltaf orðnir svolítið þreyttir þegar það var korter eftir þá en það er aðeins auðveldara að spila 6:0 vörn. Ef vörnin okkar heldur þá vinnum við þetta því vörnin vinnur titla," sagði Arnór og hann er ánægður með stuðninginn sem liðið er að fá. „Dólgarnir eru geðtrylltir upp í stúku og þeir eru þvílíkt flottir. Fólkið er síðan með okkur í þessu og það er frábært. Valsmenn eiga að fjölmenna á næsta leik á Ásvöllum og styðja okkur til sigurs. Við ætlum að stela sigri þar og vinna svo Íslandsmeistaratitilinn hérna í Vodafone-höllinni. Það er alveg klárt," sagði Arnór að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur tæpur fyrir leik dagsins Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira