Magnús spáir Val og HK í úrslitin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 12:00 Magnús Erlendsson spáir því að Valsmenn og HK-ingar muni leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús. Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira
Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús.
Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira