Jóla- og áramótaförðunin: Ferskt og fínt yfir hátíðarnar 21. desember 2010 06:00 Jólaförðunin í ár einkennist af dökkum vörum og bleikum kinnum. Föstudagur fékk Hörpu Káradóttur hjá Mac til að sýna lesendum hvernig hægt er að farða sig um hátíðarnar og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi um þessar mundir í förðun. Það er ágætt að hafa nokkur góð ráð bak við eyrað þegar síðustu tvær vikur ársins ganga í garð enda yfirleitt þétt dagskrá hjá flestum. Jólin Í jólaförðuninni vildi Harpa meina að dökkar varir og ljós augu með svörtum augnblýanti væri hátíðleg samsetning. „Ef maður vill verða fínn augabragði er dökkur varalitur besta leiðin," segir Harpa en hún notaði líka bleikan kinnalit og gerviaugnahár til að ná fram bæði fersku og fínu útliti. Eins og sjá má á myndinni er fyrirsætan, Eydís Helena Evensen frá Elite Models, með fallega fiskifléttu en hinar ýmsu fléttugreiðslur eru flottar og auðveldar í framkvæmd.Áramótin „Það er alltaf eitthvað við áramótin sem gerir það að verkum að maður vill vera fínni þá en aðra daga. Kannski setja á sig smá glimmer, en passa að ofgera því ekki," segir Harpa en í áramótaförðuninni gerði hún dökk augu með glansandi áferð og smá glimmeri. Svartur augnblýantur og gerviaugnahár setja svo punktinn yfir i-ið en Harpa notaði ljósbleikan varalit sem passar vel við augun.Augnahár eru ómissandi eign yfir hátíðarnar.Hin ýmsu blæbrigði af rauðum lit henta á varirnar um hátíðarnar.Alltaf að velja ljósari lit fremur en dökkan.Bleikir og ferskjulitaðir tónar gefa hressandi yfirbragð.Augnskuggar með glimmeráferð eru alltaf vinsælir um áramót.Kinnalitir eru vinsælir í ár og um að gera að nota nýja litatóna á borð við þessa bleiku yfir hátíðirnar. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Föstudagur fékk Hörpu Káradóttur hjá Mac til að sýna lesendum hvernig hægt er að farða sig um hátíðarnar og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi um þessar mundir í förðun. Það er ágætt að hafa nokkur góð ráð bak við eyrað þegar síðustu tvær vikur ársins ganga í garð enda yfirleitt þétt dagskrá hjá flestum. Jólin Í jólaförðuninni vildi Harpa meina að dökkar varir og ljós augu með svörtum augnblýanti væri hátíðleg samsetning. „Ef maður vill verða fínn augabragði er dökkur varalitur besta leiðin," segir Harpa en hún notaði líka bleikan kinnalit og gerviaugnahár til að ná fram bæði fersku og fínu útliti. Eins og sjá má á myndinni er fyrirsætan, Eydís Helena Evensen frá Elite Models, með fallega fiskifléttu en hinar ýmsu fléttugreiðslur eru flottar og auðveldar í framkvæmd.Áramótin „Það er alltaf eitthvað við áramótin sem gerir það að verkum að maður vill vera fínni þá en aðra daga. Kannski setja á sig smá glimmer, en passa að ofgera því ekki," segir Harpa en í áramótaförðuninni gerði hún dökk augu með glansandi áferð og smá glimmeri. Svartur augnblýantur og gerviaugnahár setja svo punktinn yfir i-ið en Harpa notaði ljósbleikan varalit sem passar vel við augun.Augnahár eru ómissandi eign yfir hátíðarnar.Hin ýmsu blæbrigði af rauðum lit henta á varirnar um hátíðarnar.Alltaf að velja ljósari lit fremur en dökkan.Bleikir og ferskjulitaðir tónar gefa hressandi yfirbragð.Augnskuggar með glimmeráferð eru alltaf vinsælir um áramót.Kinnalitir eru vinsælir í ár og um að gera að nota nýja litatóna á borð við þessa bleiku yfir hátíðirnar.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira