Handbolti

Arnór: Vörnin drullaði á sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vörn Vals réð lítið við línumanninn Pétur Pálsson. Mynd/Daníel
Vörn Vals réð lítið við línumanninn Pétur Pálsson. Mynd/Daníel

„Þetta er ömurlegt og alveg sérstaklega ömurlegt að tapa þessari rimmu í oddaleik. Ég tala síðan ekki um þar sem þetta er síðasti leikur margra í liðinu. Ég er að fara, Óskar er að fara, Fannar er kannski að fara og það eru flestir að fara," sagði brúnaþungur Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Vals eftir tapið gegn Haukum í dag.

Hann er á leiðinni til Þýskalands þar sem hann leikur með Bittenfeld næsta vetur.

„Ég var alltaf að minna strákana á að þetta væri síðasti leikur margra í liðinu. Ég vildi að menn gæfu allt en þetta er bara ömurlegt. Við hættum að vera grimmir í vörninni og skildum Pétur Pálsson eftir á línunni. Vörnin drullaði á sig um miðbik seinni hálfleiks og þeir unnu af því vörnin okkar var léleg. Það var bara þannig."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×