Umfjöllun: FH svaraði loksins fyrir sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2010 20:56 Jón Heiðar Gunnarsson skartaði huggulegri mottu í leiknum í kvöld. Mynd/Valli FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira