Valur er kominn í úrslit í deildarbikarkeppni kvenna í handbolta sem nú fer fram í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði. Valur lagði í dag Stjörnuna í undanúrslitum, 29-27.
Valur hafði nokkra yfirburði lengst af í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að leikurinn yrði ekki spennandi.
En Stjörnumenn létu ekki segjast og náðu að minnka muninn í eitt mark fyrir lok fyrri hálfleiks, 16-15.
Valskonur voru áfram með frumkvæðið í síðari hálfleik en Stjarnan var þó aldrei langt undan. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náðu Garðbæingar að minnka muninn í eitt mark, 28-27, en nær komust þeir ekki og Valur skoraði síðasta mark leiksins skömmu síðar.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Fram og Fylkir og hefst leikurinn klukkan 17.45.
Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 8, Hanna G. Stefánsdóttir 8, Þorgerður Anna Atladóttir 5, Hildur Harðardóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1.
Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 7, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 5, Karólína B. Gunnarsdóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Anett Köbli 1.